„Tobias Asser“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: {{Persóna | nafn = Tobias Asser | mynd = TMCasser.jpg | myndatexti = {{small|Tobias Asser árið 1911.}} | fæðingardagur = 28. apríl 1838 | fæði...
 
Lína 27:
 
=== Haag-ráðstefnan um alþjóðlegan einkamálarétt ===
Asser var meðal fremstu hugsuða á sviði [[Alþjóðlegur einkamálaréttur|alþjóðlegs einkamálaréttar]] og taldi að traustir lagarammar í kringum samskipti einkaaðila milli ríkja myndu stuðla að friði og stöðugleika. Árið 1893 átti Asser frumkvæði að fyrstu samkomu HCCH, alþjóðastofnunar sem fjallaði um alþjóðlegan einkamálarétt. Ríkin sem tóku þátt voru Austurríki-Ungverjaland, Belgía, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Lúxemborg, Holland, Portúgal, Rúmenía, Rússland, Spánn og SxissSviss. Asser var kjörinn forseti samkomunnar og síðan endurkjörinn á næstu þremur samkomum sem haldnar voru árin 1894, 1900 og 1904. Undir forystu Assers stóð HCCH fyrir ýmsum milliríkjasamningum, Haag-sáttmálunum, sem samræmdu reglur alþjóðlegs einkamálaréttar á sviðum [https://www.hcch.net/en/instruments/the-old-conventions/1902-marriage-convention hjónabands (1902)], [https://www.hcch.net/en/instruments/the-old-conventions/1902-divorce-convention skilnaðar (1902)], [https://www.hcch.net/en/instruments/the-old-conventions/1902-guardianship-convention forsjár (1902)], [https://www.hcch.net/en/instruments/the-old-conventions/1905-civil-procedure-convention einkamála (1905)], [https://www.hcch.net/en/instruments/the-old-conventions/1905-effects-of-marriage-convention réttaráhrifa hjónabands (1905)] og [https://www.hcch.net/en/instruments/the-old-conventions/1905-deprivation-of-civil-rights-convention sviptingar borgararéttinda (1905)].
 
Árið 1911 hlaut Asser [[friðarverðlaun Nóbels]]. Í ræðu sinni við verðlaunaathöfnina þann 10. desember 1911 lagði [[Jørgen Løvland]], formaður Nóbelsnefndarinnar, sérstaka áherslu á störf Assers á sviði alþjóðlegs einkamálaréttar og á afrek hans með stofnun HCCH og lýsti Asser sem „eftirmaður eða endurlífgari frumkvöðlastarfs Hollendinga á sviði alþjóðalaga á sautjándu öld“, [[Hugo Grotius]] samtíðar sinnar.<ref>{{Cite web|url=https://www.nobelprize.org/nobel_prizes/peace/laureates/1911/asser-facts.html|title=Tobias Asser - Facts|website=www.nobelprize.org|access-date=2017-11-03}}</ref>