„Bíldudalur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 193.109.17.14 (spjall), breytt til síðustu útgáfu 31.209.209.171
Merki: Afturköllun
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Bíldudalur.jpg|thumb|Bíldudalur séður austan Vogs]]
[[Mynd:Bíldudalur2.jpg|thumb|Bíldudalur; séð út Bíldudalsvog]]
'''Bíldudalur''' er þorp við sunnanverðan [[Arnarfjörður|Arnarfjörð]] og er í raun eina þéttbýlið við fjörðinn. Staðurinn stendur við Bíldudalsvog sem gengur inn af firðinum. Norðan megin við voginn er Bíldudalsfjall og sunnan [[Otradalsfjall]], en það er oft nefnt Bylta af heimamönnum. Í þorpinu búa alls 200208 manns (20162019). Áður tilheyrði Bíldudalur sér hreppi, [[Bíldudalshreppur|Bíldudalshreppi]], en er nú hluti af [[Vesturbyggð]].
 
Bíldudalur á sér langa og merka sögu, þar var meðal annars einn af verslunarstöðum [[einokunarverslun]]arinnar. Fljótlega eftir að verslun var gefin frjáls í lok 18. aldar eignaðist [[Ólafur Thorlacius]] verslunina og rak þaðan [[þilskip]]aútgerð og flutningaskip og seldi fisk beint til [[Spánn|Spánar]]. [[Pétur J. Thorsteinsson]] rak einnig mikinn atvinnurekstur á Bíldudal milli [[1880]] og [[1910]] með útgerð og verslun, og notaði til þess [[Péturskrónur]]. Á þeim tíma sem Pétur var útgerðarmaður fjölgaði íbúum og tók að myndast allstórt þorp á staðnum.