Munur á milli breytinga „Gilsbakki í Hvítársíðu“

Bærinn stendur hátt í aflíðandi brekku norðan þjóðvegarins um Hvítársíðu. Þar er kirkja sem var vígð 1908 og endurbyggð 1953. Hún var reist í stað eldri kirkju sem var frá 1882–3 en fauk í desember 1907. Kirkjan var upphaflega byggð úr timbri en það hefur verið steypt utan um hana og turni bætt við. Umhverfis kirkjuna er kirkjugarður. Það eru þrjú íbúðarhús á staðnum, reist af mismunandi kynslóðum, það elsta merkt byggingarárinu 1917.
 
Eitt til tvöhundruð metra vestan við bæinn er Bæjargilið, sem hefur gefið jörðinni nafn. Stutt vestan þess er annað gil, Ytragil. Austan við heimreiðina er styttra gil, Hellisgil. Hrauná kemur af heiðinni fyrir norðaustan bæinn og fellur niður Bæjargilið niður á sléttuna, sveigir vestur fyrir Skógarhraun og fellur í Hvítá. Litla–Fljót kemur úr vötnum á heiðinni austan við Þorvaldsstaði og rennur til vesturs um Þorvaldsdal, síðan undir hlíðinni í Hvítársíðunni og út í Hvítá í Gilsbakkalandi skammt neðan við Hraunfossa.
 
Mikið og fallegt útsýni er frá bænum suður yfir Hvítá til Hálsasveitar og [[Ok]]sins og í austur til [[Strútur (Vesturlandi)|Strúts]], [[Eiríksjökull|Eiríksjökuls]], [[Langjökull|Langjökuls]] og fleiri fjalla. Bæði Englendingurinn [[W.G. Collingwood]], sem heimsótti Gilsbakka á ferð sinni um Ísland 1897 og [[Ásgrímur Jónsson]], sem gisti mörg sumur á Húsafelli um miðja tuttugustu öld, fundu sér falleg myndefni til að mála á þessum slóðum.
Óskráður notandi