„Elihu Root“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 47:
Árið 1909 var Root kjörinn á [[öldungadeild Bandaríkjaþings]] fyrir [[New York-fylki]]. Sem þingmaður studdi hann lagningu [[Tekjuskattur|tekjuskatts]] árið 1910 í opnu bréfi í ''[[The New York Times]]''.<ref>[https://query.nytimes.com/gst/abstract.html?res=9D01E2DA1E30E333A25752C0A9659C946196D6CF "Root For Adoption of Tax Amendment," ''New York Times,'' 1. mars 1910]</ref> Tekjuskatturinn hafði verið heimilaður með [[Sextándi viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna|sextánda viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna]] árið 1909.
 
Root lét af þingmennsku árið 1914. Þegar [[fyrri heimsstyrjöldin]] braust út sama ár kallaði Root eftir inngripi Bandaríkjanna í stríðið og gagnrýndi hlutleysisstefnu [[Woodrow Wilson|Woodrows Wilson]] forseta. Root studdi inngöngu Bandaríkjanna í stríðið árið 1917 og fór í júní sama ár til [[Rússland]]s á vegum Bandaríkjastjórnar til að semja við byltingarstjórn [[Aleksandr Kerenskij|Aleksandrs Kerenskij]] um lán frá Bandaríkjunum. Root ítrekaði fyrir Rússum að þeir myndu ekki fá lán nema þeir héldu áfram að berjast í stríðinu.<ref>{{cite book|author=David Mayers|title=The Ambassadors and America's Soviet Policy|url=https://books.google.com/books?id=IjyhTRwvyIMC&pg=PA77|year=1997|publisher=Oxford University Press|page=77|isbn=9780195115765}}</ref> Þetta hvatti Kerenskij til að hleypa af stokkunum nýju áhlaupi gegn Austurríkismönnum í júlí 1917. Áhlaupið fór út um þúfur og átti sinn þátt í því að vinsældir stjórnar hans döluðu og að [[Bolsévikar|bolsévikum]] tókst að steypa henni af stóli í [[Októberbyltingin|októberbyltingunni]] sama ár.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.nytimes.com/1984/11/07/opinion/us-aid-to-the-bolsheviks.html|titill=U.S. 'AID' TO THE BOLSHEVIKS|höfundur=Ralph Buultjens|ár=1984|mánuður=7. nóvember|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=22. apríl|útgefandi=''[[The New York Times]]''|tungumál=enska}}</ref>
 
Root var forseti [[Friðarstofnun Carnegies|Friðarstofnunar Carnegies]] frá 1910 til 1925. Root lést árið 1937 og var þá síðasti eftirlifandi meðlimur úr ríkisstjórn Williams McKinley.