„17. öldin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 9:
Eftir að konungsvaldið í Frakklandi hafði eflst í kjölfar borgarastyrjaldarinnar [[Fronde]] um miðja öldina gerðist [[Loðvík 14.]] [[einveldi|einvaldur]] og notaði höll sína í [[Versalir|Versölum]] sem [[lúxusfangelsi]] þar sem hann gat haft stöðugt eftirlit með franska aðlinum. Margir konungar Evrópu reyndu að ríkja í sama anda með misjöfnum árangri. Í [[England]]i leiddu einveldistilburðir [[Karl 1. Englandskonungur|Karls 1.]] til [[Enska borgarastyrjöldin|borgarastyrjaldar]] og stofnunar skammlífs [[Enska samveldið|Samveldis]] undir stjórn [[Enska þingið|þingsins]]. Undir lok aldarinnar var [[þingbundin konungsstjórn]] fest í sessi sem stjórnarfar á Bretlandseyjum. [[Kaupauðgisstefna]]n var ríkjandi hugmyndafræði í alþjóðaviðskiptum. Evrópsku konungsríkin reyndu að tryggja alþjóðleg áhrif sín í gegnum [[verslunarfélag|verslunarfélög]] sem einnig stóðu að stofnun nýlenda utan Evrópu.
 
Líkt og 16. öldin einkenndist 17. öldin í Evrópu af mikilli ólgu í trúmálum. [[Gagnsiðbótin]] var áberandi í kaþólskum löndum og meðal mótmælenda var [[hreintrúarstefna]] áberandi í upphafi aldarinnar, en [[heittrúarstefna]] ávið síðari hlutalok hennar. [[Galdrafárið]] náði hámarki á fyrri hluta aldarinnar í Evrópu og evrópskum nýlendum í Ameríku. Á Íslandi stóð [[Brennuöld]] frá 1654 til 1690. 17. öldin var öld [[barokk]]sins í tónlist, myndlist og arkitektúr. [[Leikhús]]líf stóð víða með miklum blóma í Evrópu.
 
Við lok aldarinnar þekktu Evrópubúar [[lógaritmi|lógaritma]], [[rafmagn]], [[sjónauka]]nn og [[smásjá]]na, [[örsmæðarreikningur|örsmæðarreikning]], [[þyngdarafl]]ið, [[lögmál Newtons]] um hreyfingu, [[loftþrýstingur|loftþrýsting]] og [[reiknivél]]ar, þökk sé verkum helstu höfunda [[Vísindabyltingin|Vísindabyltingarinnar]] eins og [[Galileo Galilei]], [[Johannes Kepler]], [[René Descartes]], [[Pierre Fermat]], [[Blaise Pascal]], [[Robert Boyle]], [[Christiaan Huygens]], [[Antonie van Leeuwenhoek]], [[Robert Hooke]], [[Isaac Newton]] og [[Gottfried Wilhelm Leibniz]]. [[Upplýsingin]] hófst undir lok 17. aldar með riti [[John Locke]], ''[[An Essay Concerning Human Understanding]]''.