„18. öldin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 12:
[[Bretland]] gerðist [[heimsveldi]] þegar [[Breska Austur-Indíafélagið]] lagði undir sig stóra hluta [[Indlandsskagi|Indlandsskaga]] eftir sigur í [[orrustan við Plassey|orrustunni við Plassey]] 1757 og keppti við [[Holland]] um nýlendur í [[Suðaustur-Asía|Suðaustur-Asíu]]. Á sama tíma missti Bretland nýlendur í Norður-Ameríku eftir frelsisstríð Bandaríkjanna og í [[Indíánastríðin|Indíánastríðunum]].
 
Í [[Mið-Asía|Mið-Asíu]] stofnaðivarð lát [[NadirNader Shah]] Persakonungs til þess að [[Durraniveldið]] var stofnað í [[Afganistan]] og þar sem nú er [[Pakistan]]. Á Indlandsskaga markar lát [[Aurangzeb]] endalok stórveldisskeiðs [[Mógúlveldið|Mógúlanna]]. [[Frakkland|Frakkar]] kepptu við Breta um áhrif á Indlandsskaga.
 
Undir stjórn [[Qianlong]] náði [[Tjingveldið]] mestu landfræðilegu útbreiðslu sinni í Asíu. Það lagði [[Dsungaría|Dsungaríu]] undir sig og tryggði áhrif sín í [[Tíbet]] og [[Víetnam]]. Útþensla Kína varð til þess að ríkið varð fjölþjóðlegra en áður sem skapaði aukna hættu á uppreisnum og íþyngdi fjárhagnum. Stöðnun og spilling tók að einkenna stjórn ríkisins og lagði grunninn að áföllunum sem Kína varð fyrir á 19. öld.