Munur á milli breytinga „Hermann Jónasson“

Engin breyting á stærð ,  fyrir 4 mánuðum
m
 
==Æviágrip==
Hermann fæddist til gamallar bóndafjölskyldu á Syðri-Brekkum í Blönduhlíð á Skagafirði árið 1896. Hann hóf nám í [[Menntaskólinn á Akureyri|Gagnfræðiskólanum á Akureyri]] árið 1914, þegar hann var 17 ára, og útskrifaðist þaðan með gagnfræðapróf árið 1917. Á námsárum sínum í gagnfræðiskólanumgagnfræðaskólanum tók Hermann mikinn þátt í íþróttalífinu og byrjaði að æfa glímu. Hann gekk í [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólann í Reykjavík]] á árunum 1917 til 1920 og æfði á þeim árum glímu í [[Glímufélagið Ármann|Glímufélaginu Ármanni]].<ref name=andvari>{{Vefheimild|titill=Hermann Jónasson|höfundur=Halldór Kristjánsson|útgefandi=''Andvari''|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000531096|ár=1978|mánuður=1. janúar|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=6. mars}}</ref>
 
Árið 1921 felldi Hermann alla keppinauta sína á Íslandsglímumóti og var lýstur glímukóngur. Hermann keppti einnig á glímusýningu á [[Þingvellir|Þingvöllum]] sem haldin var í tilefni heimsóknar [[Kristján 10.|Kristjáns 10.]] Danakonungs til Íslands sama ár. Í keppninni felldi Hermann alla andstæðinga sína en hlaut þó ekki konungsbikarinn í keppninni þar sem dómnefnd keppninnar taldi Guðmund Kr. Guðmundsson hafa sýnt fegurstu glímuna. Hermann fékk þó síðar silfurbikar frá [[Íþróttasamband Íslands|Íþróttasambandi Íslands]] sem lýsti hann sigurvegara konungsmótsins.<ref name=andvari/>
12.709

breytingar