„Viktor Orbán“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 37:
Eftir að kommúnisminn féll og lýðræði var komið á í Ungverjalandi var Orbán kjörinn á ungverska þjóðþingið og varð þar leiðtogi Fidesz árið 1993. Fidesz hafði í upphafi aðhyllts efnahagslega frjálshyggju og Evrópusamruna en undir forystu Orbán varð hann brátt þjóðernissinnaður hægriflokkur. Eftir að Fidesz unnu flest sæti á þingi í kosningum árið 1998 gerðist Orbán forsætisráðherra hægrisinnaðrar samsteypustjórnar og gegndi því embætti í fjögur ár.
 
Fidesz tapaði þingkosningum árin 2002 og 2006 með naumindum og Orbán var því leiðtogi stjórnarandstöðunnar í átta ár. Vinsældir [[Ungverski sósíalistaflokkurinn|ungverskra sósíalista]] döluðu mjög á seinna kjörtímabili þeirra og því tókst Orbán að vinna stórsigur í þingkosningum árið 2010. Orbán varð forsætisráðherra á ný með mikinn meirihluta á þingi og gerði stórtækar breytingar á ungversku stjórnarskránni. Breytingarnar gengu meðal annars út á að draga úr völdum ungverska stjórnlagadómstólsins svo ekki væri hægt að dæma ógild lög sem hefðu hlotið samþykki tveggja þriðju þingmanna. Jafnframt var sett nýtt aldurstakmark á dómaraembætti sem fól í sér að dómarar yrðu að fara á eftirlaun á lögbundnum eftirlaunaaldri.<ref>{{cite news|title=Q&A: Hungary's controversial constitutional changes|url=https://www.bbc.com/news/world-europe-21748878|accessdate=8. apríl 2020|website=[[BBC]]|date=11 March 2013}}</ref>
 
Fidesz hélt afgerandi þingmeirihluta sínum eftir kosningar árin 2014 og 2018.