„Jakob Gíslason“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 78:
Veiðiáhugi Jakobs var þó ekki bundinn við Víðidalsá og hann veiddi að sjálfsögðu líka oft í öðrum ám.
 
Jakob Hálfdánarson afi Jakobs keypti á sínum tíma jörðina Brettingsstaði í Laxárdal, sem liggur meðfram Laxá að austan og að Másvatni að vestan, næsta jörð norðan við Helluvað og Laxárbakka í Mývatnssveit, gegnt Hofstöðum, handan árinnar. Lax gengur lítið eða ekkert upp fyrir Laxárvirkjun og heldur sig í Aðaldalnum, en ofan virkjunarinnar er áin vinsæl fyrir silungsveiði. Jörðina erfðu þrjár dætur Jakobs Hálfdánarsonar og erfði Jakob hluta móður sinnar og Herdísar systur hennar. Að frumkvæði Magnúsar Ásmundssonar læknis á Akureyri, mágs Jakobs, fluttu þeir lítið sumarhús til Brettingsstaða og höfðu fjölskyldur beggja mikla ánægju af því að gista þar, þrátt fyrir að mýið gæti oft verið aðgangshart.
 
Jakob fékkst stundum við það að setja saman vísur. Einu sinni eftir ánægjulega kvöldstund hjá fjölskyldu Ólafs bróður hans skrifaði Jakob í gestabókina: