„Bessastaðir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
→‎Söguágrip: Hólavallaskóli
Lína 11:
Bessastaða er vitanlega getið í [[jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns]] frá árinu 1703 en þar er getið um að landskuld ýmissa annarra jarða á Álftanesi og leigukúgildi "betalist" í tunnum kola og smjöri. Um Bessastaði sjálfa segir m.a.: "''Jarðarinnar dýrleiki þykjast menn heyrt hafa að verið hafi xii [hundruð]. Eigandinn er kóngl. Majestat. Hjer er amptmannsins residens og fóetans þá so til hagar. Landskuld er hjer engin nje hefur verið í nokkur hundruð ár''.<ref>Árni Magnússon og Páll Vídalín (1703): 219</ref>
 
[[Ólafur Stephensen]], stiftamtmaður, sat ekki á Bessastöðum og hann lét staðinn eftir til skólahalds fyrir Lærða skólann sem þá var nefndur [[HólavallarskóliHólavallaskóli]] árið 1805. Eftir það nefndist hann [[Bessastaðaskóli]], allt til ársins 1846 að hann fluttist í Lækjargötu í Reykjavík og heitir nú [[Menntaskólinn í Reykjavík]]. [[Grímur Thomsen]], sem var fæddur og uppalinn á Bessastöðum þar sem faðir hans var skólaráðsmaður, fékk jörðina með konungsúrskurði 28. júní 1867 í skiptum fyrir Belgsholt í Borgarfirði og bjó þar og rak bú í tæp þrjátíu ár til æviloka 1896.
<ref>[https://timarit.is/page/4326827?iabr=on#page/n1/mode/2up/search/%22Gr%C3%ADmur%20Thomsen%22 Grímur Thomsen.] Jón Þorkelsson (yngri) Andvari 1. janúar 1898, bls. 10&ndash;11.</ref>
Þá eignaðist Landsbanki Íslands staðinn og tveimur árum síðar var hann seldur. Kaupandi var [[Skúli Thoroddsen]],ritstjóri og alþingismaður. Skúli bjó á Bessastöðum ásamt fjölskyldu sinni í tíu ár. Eftir það bjuggu Jón H. Þorbergsson bóndi, [[Björgúlfur Ólafsson]] læknir og Sigurður Jónasson forstjóri í Bessastaðastofu en sá síðastnefndi afhenti ríkinu jörðina að gjöf árið 1941 svo þar mætti verða bústaður ríkisstjóra og síðar forsetasetur.