Munur á milli breytinga „20. öldin“

m
ekkert breytingarágrip
m
m
'''20. öldin''' er [[öld]] sem hófst [[1. janúar]] [[1901]] og lauk [[31. desember]] árið [[2000]]. Þetta var tíunda og síðasta öld [[2. árþúsundið|2. árþúsundsins]]. 20. öldin er stundum flokkuð sem hluti [[Síðnýöld|síðnýaldar]]. Stundum er sagt að [[Nútími|nútímasaga]] endi og [[Samtími|samtímasaga]] hefjist um miðja þessa öld, eða þá að [[Póstmódernismi|eftirnútími]] hefjist nokkuð eftir miðja 20. öld.
 
Á 20. öld áttu sér stað nokkrir heimssögulegir viðburðir sem höfðu mikil áhrif um allan heim. Meðal þeirra eru [[Fyrri heimsstyrjöldin]], [[Seinni heimsstyrjöldin]], [[Spænska veikin]], beislun [[Kjarnorka|kjarnorku]], upphaf [[Geimkönnun|geimkönnunar]], uppgangur [[Þjóðernishyggja|þjóðernisstefnu]] og [[Sjálfstæði nýlendnanna|afnýlenduvæðing]], [[Kalda stríðið]], uppgangur [[Alþjóðastofnun|alþjóðastofnana]] og [[hnattvæðing]] með nýrri [[Flutningar|flutninga]]<nowiki/>- og [[samskiptatækni]], [[Mannfjöldaþróun|aukning mannfjölda á heimsvísu]] ásamt aukinni meðvitund um [[hnignun lífríkisins]] og [[Útdauði|útdauða]] tegunda. Á síðari hluta aldarinnar átti sér stað [[Stafræna byltingin|stafræn bylting]] sem var undirstaða tækniframfara á mörgum sviðum, meðal annars [[Menning|menningar]], [[Samskipti|samskipta]], [[Heilbrigðisvísindi|læknavísinda]] og [[Erfðafræði|erfðavísinda]].
 
Á 20. öld áttu sér stað miklar breytingar á heimsskipaninni með falli [[Nýlenduveldi|nýlenduveldanna]] og uppgangi [[Risaveldi|risavelda]]. Á sama tíma fjölgaði mannkyni ört sem leiddi til ofnýtingar náttúruauðlinda, aukinnar [[Skógeyðing|skógeyðingar]], [[Vatnsskortur|vatnsskorts]], [[Vistkerfishrun|vistkerfishruns]], [[Fjöldaútdauði|fjöldaútdauða]], [[Hnattræn hlýnun|hnattrænnar hlýnunar]] og [[Hækkun sjávarborðs|hækkandi sjávarborðs]]. Meðalhiti á jörðinni hefur hækkað um 0,8°C frá 1880 og tveir þriðju hlutar þeirrar hækkunar áttu sér stað eftir 1975.
45.747

breytingar