„19. öldin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 3:
'''19. öldin''' er öld sem hófst 1. janúar [[1801]] og lauk 31. desember árið [[1900]]. 19. öldin er stundum talin til [[Síðnýöld|síðnýaldar]]. [[Nútími|Nútímasaga]] hefst í upphafi 19. aldar.
 
Á 19. öld urðu bæði miklar samfélagsbreytingar og tækniframfarir sem ollu víðtækum breytingum á samfélögum manna. [[Þrælahald]] var afnumið víðast hvar í heiminum, þótt það kostaði oft átök, eins og [[Þrælastríðið]] í Bandaríkjunum. [[Fyrri iðnbyltingin]] og [[Síðari iðnbyltingin]] höfðu í för með sér framleiðniaukningu, fólksfjölgun og [[Þéttbýlisvæðing|þéttbýlisvæðingu]], auk þess að valda byltingu í flutningum. Vaxandi vandamál [[Borg|borgarlífs]] kölluðu á umbætur í [[Löggæsla|löggæslu]], [[Eldvarnir|eldvörnum]], [[Lýðheilsa|lýðheilsu]], [[hreinlæti]] og [[Sóttvörn|sóttvörnum]].
 
Íslömsku [[púðurveldin]] leystust upp meðan [[heimsvaldastefna]] [[Evrópa|Evrópuríkjanna]] varð til þess að megnið af [[Suður-Asía|Suður-Asíu]], [[Suðaustur-Asía|Suðaustur-Asíu]] og nær öll [[Afríka]] komst undir stjórn þeirra. Mörg eldri heimsveldi féllu á þessari öld, eins og [[Mógúlveldið]], [[Spænska heimsveldið|Spænska heimsveldið,]] [[Súlúveldið]], [[Fyrra franska keisaraveldið]] og [[Heilaga rómverska ríkið]]; meðan önnur heimsveldi risu sem hæst, eins og [[Breska heimsveldið]], [[Rússneska keisaradæmið]], [[Bandaríkin]], [[Þýska keisaraveldið]], [[Síðara franska keisaraveldið]], [[Konungsríkið Ítalía]] og [[Meiji-veldið]] í Japan. Sérstaklega Breska heimsveldið var óskorað hnattrænt risaveldi eftir sigur þess í [[Napóleonsstyrjaldirnar|Napóleonsstyrjöldunum]] 1815. Á sama tíma juku rússneskir bandamenn þeirra völd sín um alla Asíu. [[Tjingveldið]] í Kína átti í kreppu á sama tíma vegna innrása Japana, ásælni Evrópuveldanna og uppreisna innanlands.