„Hallmundarhraun“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímaforriti iOS app edit
Ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímaforriti iOS app edit
Lína 1:
[[Mynd:Hallmundarhraun-pjt.jpg|thumb|right|300px|Hallmundarhraun]]
'''Hallmundarhraun''' er stærsta hraunbreiða í [[Borgarfjörður|Borgarfirði]]. Það er [[helluhraun]] sem talið er hafa myndast skömmu eftir [[landnám Íslands]], einhvern tímann á [[10. öld]]. Það er kennt við [[Hallmundur jötunn|Hallmund]] þann sem [[Grettis saga]] segir að ætti sér bústað á þessum slóðum. Hraunið er komið úr miklum gíg upp undir [[Langjökull|Langjökli]] undir svokölluðum [[Jökulstallar|Jökulstöllum]]. Nýverið er farið að kalla hann Hallmund eða Hallmundargíg. Líklegt er að gosið hafi verið langvinnt og staðið í nokkur ár. Ekki er talið að mikil [[gjóska]] hafi myndast í gosinu en [[Kvika|kvikustrókar]] og gosgufur hafa vafalítið stigið upp af [[Eldvarp|eldvörpunum]] vikum og mánuðum saman. Það er yfir 200 km² að flatarmáli. Breiðast er hraunið um 7 km og heildarlengd þess er 52 km.<ref>{{bókaheimild|höfundur=Sveinn P. Jakobsson |titillhöfundur2=Vesturgosbelti. Í: Júlíus Sólnes (ritstj.),|titill=Vesturgosbelti. Í bókinni: Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar|ár=2013|útgefandi=Viðlagatrygging Íslands/Háskólaútgáfan|bls=359-365}}</ref>.
 
Merkileg frásögn af þessu gosi er í fornu kvæði sem kallast [[Hallmundarkviða]]. Þetta er elsta lýsing sem til er á eldgosi á Íslandi. Þar er greint frá jarðskjálftum, kvikustrókum, gosmekki, hraunrennsli og mannskaða af völdum gossins.<ref>{{cite journal|author=Árni Hjartarson|title=Hallmundarkviða. Eldforn lýsing á eldgosi|journal=Náttúrufræðingurinn|year=2014|volume=|issue=84|pages=27-37}}</ref> Líklegt er talið að gosið hafi átt sér stað milli 940-950. Hugsanlegt er að nokkrir bæir hafi horfið í hraunið. <ref>{{cite journal|author=Árni Hjartarson|title=Hallmundarkviða. Áhrif eldgoss á mannlíf og byggð í Borgarfirði|journal=Náttúrufræðingurinn|year=2015|volume=|issue=85|pages=60-67}}</ref>