„Stífkrampi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Opisthotonus_in_a_patient_suffering_from_tetanus_-_Painting_by_Sir_Charles_Bell_-_1809.jpg|thumb|Krampar hjá manni með stífkrampa.]]
'''Stífkrampi''' (Tetanus) er [[sjúkdómur]] eða lífshættulegt krampaástand sem stafar af eitrinu ''spasmin'' sem kemur úr [[Baktería|bakteríunni]] ''[[Clostridium tetani]]''. Þessi baktería er til staðar víða í náttúrunni, svo sem í [[Jarðvegur|jarðvegi]] og [[Lífrænn úrgangur|húsdýraskít]] og getur smitast með óhreinindum sem komast í sár. Bakterían getur aðeins vaxið í [[Loftfirrt umhverfi|loftfirrtu umhverfi]].. Bakterían framleiðir spasmin eingöngu á smitstaðnum en þaðan berst eitrið með taugaþráðum um líkamann. Spasmin hefur áhrif á [[Vöðvi|vöðva]] með herpingi og stífni sem getur leitt til dauða. Algengast er að einkenni komi fram 6-8 dögum eftir smit en þau geta líka komið frá frá einum degi til eins mánaðar frá smiti. Smit berst ekki á milli manna. Einkenni geta verið hiti, sviti, hraður púls, pirringur og staðbundnir verkir í vöðvum næst sárinu. Áhrif koma fyrst fram í andliti og hnakka því þar eru taugaþræðir stuttir og stífur hnakki og andliti eru þess vegna einkenni. Eitrið kemur í veg fyrir að vöðvar geti slakað á.
 
Til eru móteitur sem virkar ef nægilega fljótt er gripið til þess en eina örugga vörnin er [[bólusetning]]. Á Íslandi eru börn bólusett við stífkrampa við 3, 5 og 12 mánaða aldur og endurbólusett við 4ra og 14 ára aldur. Áhrif bólusetningar endast ekki ævilangt.
 
== Heimildir ==