Munur á milli breytinga „20. öldin“

m
ekkert breytingarágrip
m
m
Tvær heimsstyrjaldir, Kalda stríðið og hnattvæðingin sköpuðu heim þar sem mannkyn er í meiri innbyrðis tengslum en nokkru sinni fyrr í mannkynssögunni. [[Alþjóðalög]], alþjóðastofnanir eins og [[Sameinuðu þjóðirnar]] og alþjóðlegt [[hjálparstarf]] eru afleiðing þessa nýja veruleika. Samkeppni [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] og [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] á síðari hluta aldarinnar skapaði spennu um allan heim og ótta við [[Kjarnorkustríð|kjarnorkustyrjöld]]. [[Upplausn Sovétríkjanna|Sovétríkin leystust upp]] undir lok aldarinnar. Í kjölfarið jók [[Alþýðulýðveldið Kína]] vægi sitt verulega á alþjóðavettvangi og hlutverk [[Evrópusambandið|Evrópusambandsins]] var aukið í Evrópu.
 
Árið 1804 er talið að mannfjöldi á jörðinni hafi náð 1 milljarði. Árið 1927 náði hann 2 milljörðum. Árið 1999 hafði mannfjöldinn náð 6 milljörðum. Á sama tíma hafa orðið miklar framfarir í lífskjörum fólks. [[Læsi]] á heimsvísu náði 80%. Heimsátök í útrýmingu sjúkdóma sem ollu dauða fleiri manna en allar styrjaldir og náttúruhamfarir samanlagt hafa skilað undraverðum árangri. [[Bólusótt]] var til að mynda útrýmt um 1980. Alþjóðleg verslun með matvæli og bætt tækni í landbúnaði hafa umbylt [[Næring manna|næringarástandi]] á stórum svæðum. Fram á 19. öld voru lífslíkur víðast hvar um 30 ár; Á 20. öld náðu lífslíkur fólks á heimsvísu yfir 40 ár og yfir 70 ár hjá helmingi mannkyns.
 
{{Aldirogár|20}}
45.780

breytingar