„Jón Sigurðsson (biskup)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
leiðrétt ártöl um eina öld.
 
Lína 4:
Jón sigldi til Noregs 1341, var vígður af Páli erkibiskupi 1343 og kom heim um haustið með skipi til [[Reyðarfjörður|Reyðarfjarðar]]. Á leiðinni í Skálholt kom hann við í [[Kirkjubæjarklaustur (klaustur)|Kirkjubæjarklaustri]] og vildi svo til að þá dó Agata abbadís. Jón lét brenna [[nunna| nunnu]] eina í klaustrinu sem hafði „gefist púkanum“ en það er fyrsta [[galdrabrenna]] á Íslandi sem getið er um í heimildum. Í [[Þykkvabæjarklaustur|Þykkvabæ]] handtók hann þrjá munka og setti í járn; þeir höfðu barið Þorlák ábóta og hrakið hann burt, orðið berir að saurlífi og jafnvel barneignum. Einn þeirra var [[Eysteinn Ásgrímsson]], höfundur [[Lilja (kvæði)|Lilju]].
 
Jón biskup varð brátt mjög óvinsæll, hvort sem það var af þessari tiltekt í klaustrunum eða einhverju öðru. Hann þótti mjög harður við landsmenn og hið sama var að segja um [[Ormur Ásláksson|Orm Ásláksson]] Hólabiskup, sem var samtímis honum. Þeir fóru báðir út á sama skipi [[1447|1347]] og var þá biskupslaust í landinu. Jón kom aftur 14481348 en veiktist um haustið og dó skömmu fyrir jól "og varð fáum harmdauður", segir í [[Árbækur Espólíns|Árbókum Espólíns]].
 
{{Töflubyrjun}}