„Seinna Búastríðið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 28:
 
==Saga==
Seinna Búastríðið átti sér margra áratuga aðdraganda í deilum Breta í sunnanverðri Afríku við [[Búar|Búa]], afkomendur hollenskra landnema á svæðinu. Bretar höfðu átt [[Höfðanýlendan|Höfðanýlenduna]] á suðurodda álfunnar frá árinu 1814 en höfðu smám saman verið að auka umsvif sín á svæðinu alla 19. öldina. Árið 1877 báðu Búar Breta um vernd gegn ágangi innfæddra [[Súlúmenn|Súlúmanna]] og afhentu þeim því völdin í Transvaal. Mesta hættan sem stafaði af Súlúmönnum leið hins vegar hjá á næstu árum og Búar fóru fljótt að vilja sjálfræði á ný.<ref name=churchill42>{{Bókaheimild|titill=Winston S. Churchill|höfundur=Jón Þ. Þór|bls=42|útgefandi=Sögufélag|ár=2014|staður=Reykjavík|ISBN=978-9935-466-01-3}}</ref> Árið 1880 braust [[fyrra Búastríðið]] út þegar ríkisstjórn Bretlands reyndi að skattleggja íbúa Búalýðveldanna en eftir að Búar unnu sigur gegn Bretum í [[Orrustan við Majuba Hill|orrustunni við Majuba Hill]] neyddust Bretar til að hafa sig á brott og viðurkenna sjálfstæði Transvaals með nokkrum takmörkunum.<ref name=frækorn>{{Vefheimild|titill=Búa ófriðurinn|höfundur=James Edson White|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2264233|útgefandi=''[[Frækorn]]''|ár=1901|mánuður=1. nóvember|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=19. ágúst}}</ref> Málamiðlunin varð sú að Búalýðveldin í Transvaal skyldu talin sjálfsstjórnarsvæði en þó innan bresku krúnunnar.<ref name=churchill42/>
 
Árið 1886 fannst [[gull]] í Witwatersrand-fjallgarðinum og í kjölfarið hófst gullæði þar sem fjöldi erlendra gullgrafara flykktust til Búalýðveldanna [[Lýðveldið Transvaal|Transvaal]] og [[Fríríkið Óranía|Óraníu]] í Suður-Afríku til að freista gæfunnar. Þessi mikli fjöldi breskra innflytjenda til Transvaal leiddi til þess að breskir auðmenn komust til mikilla áhrifa í stjórn Búalýðveldanna og fóru að krefjast aukinna pólitískra réttinda. Ráðamenn Búa voru mjög tregir til að veita nýkomnum breskum innflytjendum kosningarétt þar sem þeir óttuðust að þeir myndu fljótt afsala sjálfræði lýðveldanna til bresku krúnunnar.<ref name=frækorn/>