Munur á milli breytinga „Egilsstaðaskógur“

24 bætum bætt við ,  fyrir 2 mánuðum
m
m (tengill lagfærður)
m (→‎Fágætar tegundir: innri tengill)
 
Níu fágætar fléttutegundir finnast í Egilsstaðaskógi.<ref Name="NáttHH"/> [[Gljádumba]] (''Melanohalea septentrionalis'') vex í Egilsstaðaskógi og víðar á [[Fljótsdalshérað]]i og við [[Mývatn]] en er annars mjög sjaldgæf á Íslandi.<ref Name="HK1998">Hörður Kristinsson (1998). Fléttur á íslenskum trjám. Skógræktarritið 1998(1), 35-47.</ref> [[Gullinvarp]] (''Vulpicida pinastri'') vex aðeins í Egilsstaðaskógi við [[Hoffell]] í [[Hornafjörður|Hornafirði]], í [[Austurskógar|Austurskógum í Lóni]] í [[Steinadalur|Steinadal]] í Suðursveit.<ref>Náttúrufræðistofnun Íslands (án árs). [https://www.ni.is/biota/fungi/ascomycota/pezizomycotina/lecanoromycetes/lecanoromycetidae/lecanorales/parmeliaceae-75 Gullinvarp - ''(Vulpicida pinastri)''.] Sótt 25. mars 2020.</ref> [[Grástika]] (''Parmeliopsis hyperopta'') vex aðeins í Egilsstaðaskógi og í [[Vaglaskógi]]. Nokkrar fléttutegundir vaxa í Egilsstaðaskógi sem eru tiltölulega algengar þar og jafnvel í öðrum skógum á Austurlandi en teljast sjaldgæfar á Íslandi. Þetta eru til dæmis [[gulstika]] (''Parmeliopsis ambigua''), [[birkitarga]] (''Lecanora circumborealis''), [[krypplugrös]] (''Tuckermannopsis chlorophylla''), [[flatþemba]] (''Hypogymnia physodes'') og [[pípuþemba]] (''Hypogymnia tubulosa'').<ref Name="HK1998"/>
 
Samkvæmt [[Helgi Hallgrímsson|Helga Hallgrímssyni]] vex að minnsta kosti ein fágæt sveppategund í Egilsstaðaskógi.<ref Name="NáttHH"/> Þar gæti verið átt við um sníkjusveppinn ''[[Homostegia piggotii]]'' sem sníkir á [[Parmelia|litunarskófum]] og hefur Egilsstaðaskóg sem eina þekkta fundarstaðinn á Íslandi.<ref name="HH&GGE2004">Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). [https://rafhladan.is/bitstream/handle/10802/4090/Fjolrit_45.pdf?sequence=1 ''Íslenskt sveppatal I - smásveppir.''] Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X</ref>
 
==Tilvísanir==