„Jóhann Daníelsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ahjartar (spjall | framlög)
Enn syngur vornóttin ....
Ahjartar (spjall | framlög)
Mynd
 
Lína 1:
[[File:T_16_-_Jóhann_Daníelsson_og_Eríkur_Stefánsson_-_A.jpg|thumb|Hljómplata þeirra Jóhanns Daníelssonar og Eríks Stefánssonar frá 1976. Jóhann er fyrir miðri mynd.]]‎
[[File:JóiDan3.tif|thumb|Safndiskur með söng Jóhanns Daníelssonar gefin út af Tónlistarfélagi Dalvíkur 2010]]‎
'''Jóhann Kristinn Daníelsson''' (1927-2015), kennari og söngvari á [[Dalvík]]. Jóhann var sonur Daníels Júlíussonar og Önnu Jóhannsdóttur í [[Syðragarðshorn|Syðra-Garðshorni]] í [[Svarfaðardalur|Svarfaðardal]] og þar ólst hann upp ásamt fjórum systkinum sínum. Jóhann lauk gagnfræðaprófi á [[Akureyri]] 1946 og íþróttakennaraprófi frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1949. Hann fór einnig til náms til Noregs, Jærens Folkehöjskola á Jaðri og Statens Gymnastikkskole í [[Ósló]] 1951-1952. Hann lauk söngkennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1959. Jóhann var íþróttakennari á [[Blönduós]]i og víðar 1949-1956, á [[Ólafsfjörður|Ólafsfirði]] 1956-1957, og stundaði söngkennslu á Dalvík 1957-1963, nema veturinn 1958-1959 sem hann var íþróttakennari í Reykjavík. Hann kenndi við Oddeyrarskóla á Akureyri 1964-1974 en fluttist þá öðru sinni til Dalvíkur með fjölskyldu sinni þar sem hann stundaði tónlistarkennslu og var m.a. formaður Tónlistarskóla Dalvíkur. Hann var síðan bókavörður við Dalvíkurskóla til 2000.<ref>Sjá greinar um Jóhann í héraðsfréttablaðinu ''Norðurslóð'', 39. árg. 12. tb. 2015 </ref>