„Perú“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 100:
 
Stærsta stöðuvatn Perú er Titikakavatn sem liggur á landamærum Perú og Bólivíu, hátt í Andesfjöllum, og er jafnframt stærsta stöðuvatn Suður-Ameríku. Í strandhéruðunum eru stór uppistöðulón.
 
=== Veðurfar ===
[[Mynd:Koppen-Geiger_Map_PER_present.svg|thumb|right|Loftslagsbelti í Perú.]]
Veðurfar í Perú er fjölbreytt og stafar af staðsetningu landsins suður af miðbaug, háum fjöllum, breytilegri landfræði, [[Humboldt-straumurinn|Humboldt-straumnum]] og [[El Niño-sveiflan|El Niño-sveiflunni]]. Við ströndina er hiti tempraður, lítil úrkoma og mikill raki nema í norðurhlutanum þar sem er meiri hiti. Í fjallahéruðunum er mikil úrkoma á sumrin og hiti og raki minnka eftir því sem ofar dregur, upp að ísi lögðum tindum Andesfjalla. Amasónsvæðið í Perú einkennist af rigningu og háum hita, nema í syðsta hlutanum þar sem eru kaldir vetur og árstíðabundin úrkoma.
 
[[Mynd:80 - Machu Picchu - Juin 2009 - edit.2.jpg|thumb|left|[[Machu Picchu]].]]