„Menntaskólinn í Reykjavík“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Pollonos (spjall | framlög)
m Tek aftur breytingu 1665371 - Bull, nema heimild komi fram
Merki: Afturkalla
Ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímaforriti iOS app edit
Lína 25:
Árið 1785 var ákveðið að leggja niður [[Skálholtsbiskupsdæmi|Skálholtsstól]], flytja [[biskup]]sembættið og skólann til Reykjavíkur og setja kennara skólans á föst laun úr [[ríkissjóður|ríkissjóði]]. Á næsta ári var hróflað upp skólahúsi á Hólavelli við Reykjavík, þar sem nú má finna Hólavallagötu. Árið 1801 var ákveðið að leggja Hólastól niður og sameina skólann sem þar var [[Hólavallaskóli|Hólavallaskóla]], sem þá varð eini skólinn á landinu. Skólinn var í timburhúsi sem hélt hvorki vindi né vatni. Því var ákveðið árið 1805 að flytja skólann að [[Bessastaðir|Bessastöðum]].[[Mynd:Bessastaðir 1834.jpg|thumb|Bessastaðir 1834. Þá var í Bessastaðastofu eini eiginlegi skóli landsins.|alt=|300x300dp]]
===[[Bessastaðaskóli]] (1805–1846)===
{{Aðalgrein|Bessastaðaskóli}}
Árið 1805 var það ráð tekið að flytja skólann að [[Bessastaðir|Bessastöðum]], í [[Bessastaðaskóli|Bessastaðastofu]], steinhús sem hafði verið reist til að hýsa [[amtmaður|amtmann]] og síðar [[stiftamtmaður|stiftamtmann]] um 1760. Þáverandi stiftamtmaður, [[Ólafur Stephensen]], bjó ekki á Bessastöðum og nýr amtmaður, [[F.C. Trampe|F. C. Trampe]], gaf Bessastaði eftir til skólahalds. Skólinn starfaði til ársins 1846 en var þá fluttur aftur til Reykjavíkur, í nýtt hús, vígt haustið 1846.[[Mynd:MAÓ 110.jpg|thumb|1918–1919 Kennslustund í Latínuskólanum/Lærða skólanum síðar Menntaskólanum í Reykjavík við Lækjargötu, MR.|alt=|300x300dp]]
=== Við Lækjargötu 7 í Reykjavík (1846–) ===