„Vestur-Barðastrandarsýsla“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Flateyjarhreppur er nú hluti af Austur Barðastrandasýslu en ekki Dalasýslu eins og ranglega var haldið fram.
Lína 5:
Sýslumörkin að norðan við [[Vestur-Ísafjarðarsýsla|Vestur-Ísafjarðarsýslu]] eru frá Langanestá í [[Arnarfjörður|Arnarfirði]] upp á [[Gláma|Glámu]], en á Glámuhálendinu eru mörk fjögurra sýslna, Vestur- og [[Austur-Barðastrandarsýsla|Austur-Barðastrandarsýslu]], Vestur-Ísafjarðarsýslu og [[Strandasýsla|Strandasýslu]]. Mörkin milli Vestur- og Austur-Barðastrandarsýslu eru um Skiptá í [[Kjálkafjörður|Kjálkafirði]] upp á Glámu. Úti á [[Breiðafjörður|Breiðafirði]] liggja sýslumörkin sunnan [[Stagley]]jar.
 
Í sýslunni voru áður eftirtalin sveitarfélög: [[Barðastrandarhreppur]], sem náði frá sýslumörkum í Kjálkafirði út á [[Skorarhlíðar]]. Þar tók [[Rauðasandshreppur]] við og náði að Altarisbergi á [[Raknadalshlíð]]. Áður náði hreppurinn að [[Tálknatá]], á nesinu milli [[Patreksfjörður|Patreksfjarðar]] og [[Tálknafjörður|Tálknafjarðar]], en [[Patrekshreppur|Patrekshreppi]] var skipt úr honum sem sérstöku sveitarfélagi árið 1906. Tálknafjarðarhreppur náði eins og nú frá Tálknatá að Kálfadalsá og þar tók [[Ketildalahreppur]] við að Skorarnúpi. Loks náði [[Suðurfjarðahreppur]] þaðan að sýslumörkum á Langanestá. [[Flateyjarhreppur]] tilheyrði áður Vestur-Barðastrandarsýslu en er[[Dalabyggð]]hluti af Reykhólahrepp og þar með Austu-Barðastrandasýslu.
 
Í norðurhluta sýslunnar eru fremur þröngir firðir ([[Arnarfjörður]], Tálknafjörður og Patreksfjörður) og undirlendi fremur lítið en miklir og breiðir sandar setja svip á suðurhlutann. Víða eru sæbrött [[fuglabjarg|fuglabjörg]], þar á meðal [[Látrabjarg]], stærsta fuglabjarg við norðanvert [[Atlantshaf]]. Ysti oddinn heitir [[Bjargtangar]] og þar nær Ísland lengst í vestur.