„Írska lýðveldið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 46:
 
Opinbert nafn ríkisins samkvæmt [[stjórnarskrá]] þess er '''Éire''' sem er [[írska]] og þýðir bara Írland. „Írska lýðveldið“ er samkvæmt lögum lýsing á ríkinu en ekki nafn þess.
 
== Landfræði ==
Írska lýðveldið nær yfir um 5/6 hluta eyjunnar [[Írland]]s, en [[Norður-Írland]] (hluti [[Bretland]]s) nær yfir afganginn. Í norðri og vestri á eyjan strönd að [[Norður-Atlantshaf]]i, í norðaustri að [[Úlfreksfjörður|Úlfreksfirði]], í austri að [[Írlandshaf]]i, í suðaustri að [[Norðursund]]i og í suðri að [[Keltahaf]]i.
 
Vesturhéruð landsins eru fjalllend, klettótt og hæðótt. Miðláglöndin eru þakin jökulseti úr leir og sandi. Þar eru líka stór [[mýri|mýrlendi]] og [[stöðuvatn|stöðuvötn]]. Hæsti tindur Írlands er [[Carrauntoohil]] í fjallgarðinum [[MacGillycuddy's Reeks]] í suðvestri. Fljótið [[Shannon (fljót)|Shannon]] rennur um láglöndin og er lengsta á Írlands, 386 km að lengd.
 
Skógþekja á Írlandi hefur minnkað mikið vegna landbúnaðar. Innlendar trjátegundir eru [[eik]], [[askur]], [[hesliviður]], [[birki]], [[elri]], [[víðir]], [[ösp]], [[álmur]], [[reyniviður]], [[ýviður]] og [[skotafura]]. Vöxtur [[þekjumýri|þekjumýra]] og skógeyðing vegna landbúnaðar hafa valdið [[skógeyðing]]u. Nú eru aðeins um 10% landsins þakin skógi, mest nytjaskógi með [[barrtré|barrtrjám]]. Talið er að innlendur skógur sé aðeins um 2%.
 
Um 64% landsins er landbúnaðarland. Vegna þess er lítið eftir af víðerni fyrir villt dýralíf, sérstaklega stærri spendýr. Löng saga landbúnaðar og nútímaræktunaraðferðir eins og notkun [[skordýraeitur]]s og tilbúins [[áburður|áburðar]] hefur dregið úr [[líffjölbreytni]].
 
=== Veðurfar ===
[[Atlantshaf]]ið og [[Golfstraumurinn]] hafa mikil áhrif á veðurfar á Írlandi þar sem ríkir [[temprað úthafsloftslag]]. Hiti fer sjaldan niður fyrir -5°C eða upp fyrir 26°C. Lægsti hiti sem mælst hefur var -19,1° í [[Markree-kastali|Markree-kastala]] í Sligo, og hæsti hitinn var 33,3° í [[Kilkenny-kastali|Kilkenny-kastala]] árið 1887.
 
Úrkoma er meiri yfir vetrarmánuðina. Mest úrkoma er í suðvesturhéruðunum vegna ríkjandi suðvestanvinda, en minnst í Dublin. Suðausturhéruðin eru sólríkust. Norðvesturhéruðin eru með vindasömustu svæðum Evrópu og hafa mikla möguleika til [[vindorka|vindorkuframleiðslu]]. Sólarstundir á Írlandi eru venjulega milli 1100 og 1600 á ári, eða milli 3,25 og 3,75 á dag á flestum stöðum. Maí og júní eru sólríkustu mánuðirnir með milli 5 og 6,5 sólarstundir á dag.
 
== Stjórnmál ==