„Uppbyggingarsjóður EES og Noregs“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 15:
 
== Hvernig það virkar ==
FirstFyrst gera ESB og gjafaríkin þrjú með sér [https://eeagrants.org/resources?title=&field_resource_type_target_id=185 samkomulag] um heildarframlag og dreifingu fjármögnunar til viðtökuríkja. Úthlutun til landa byggir á fólksfjölda og [[:en:Gross_domestic_product|vergri landsframleiðslu]] á mann, sem gerir Pólland að stærsta viðtökuríkinu og Rúmeníu að því næst stærsta. Malta er minnsta viðtökuríkið.
 
Þá semja Ísland, Liechtenstein og Noregur við hvert viðtökuríki um hvaða verkefnum skuli komið á fót, markmið þeirra og umfang styrkja til hvers verkefnis fyrir sig. Samningarnir byggja á landsþörf og forgangsröðun í viðtökuríkinu og möguleikum gjafaríkjanna til samvinnu. Haft er samráð við [[Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins|framkvæmdastjórn ESB]] á meðan á samningaviðræðum stendur til að koma í veg fyrir tvíverknað og til að tryggja að fjármagni sé beint þangað sem það hefur mest áhrif. Verkefni sem fjármögnuð eru af Uppbyggingarsjóðum EES og Noregs verða að uppfylla reglur og staðla ESB hvað varðar mannréttindi, góða stjórnunarhætti sjálfbæra þróun og kynjajafnrétti.