„Steingervingar á Íslandi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 23:
 
==== Kaldtemprað loftslag ====
Leifar í nágrenni HreðarvatnsHreðavatns eru taldar 7-6 milljóna ára gamlar en þar eru birki, víðir og barrtré orðin ríkjandi fremur en kulvísari tegundir. Loftslag fór kólnandi á efri hluta [[míósen]] eins og leifarnar við [[Hreðavatn]] bera með sér. Leifar við Sleggjulæk í Borgarfirði benda til frekari kólnunar en þær er líklega um 3,5 milljón ára gamlar. Birki, víðir og [[Grasaætt|grös]] urðu sífellt meira áberandi á sama tíma og skógurinn fór minnkandi<ref name=":0" /><ref name=":2" />.
 
==== Ísaldarloftslag ====
Fyrir um 2,6 milljón árum mynduðust svo jökulbergslög í Borgarfirði sem benda til enn frekari kólnunar<ref name=":0" /><ref>{{Bókaheimild|titill=Glaciation events in the Pliocene-Pleistocene volcanic succession of Iceland. Jökull 58|ár=2008|bls=315-329|ISBN=|url=https://timarit.is/page/7010503#page/n315/mode/2up|höfundur=Jón Eiríksson}}</ref>. Í setlögum í Breiðuvík á Tjörnesi finnast jurtaleifar neðst í setlögunum. Um er að ræða um tveggja milljón ára gömul frjókorn af furu, elri, birki og grösum. Því hefur skógurinn verið að mestu horfinn á þessum tíma og runnagróður tekinn við ásamt barrtrjám og elri. Á seinni hlýskeiðum ísaldar virðist birki hafa verið eina skógartréð og gróður svipaður því sem nú er<ref name=":0" />. Í Bakkabrúnum í [[Víðidalur|Víðidal]] í [[Vestur-Húnavatnssýsla|Vestur-Húnavatnssýslu]] hafa fundist um 70m þykk setlög sem virðast um 1,7 milljón ára gömul. Þar eru víða blaðför eftir birki, víði, elri og [[Lyngvefari|lyng]]<ref name=":0" /><ref name=":2" />. Í stöðStöð á norðanverðu [[Snæfellsnes|Snæfellsnesi]] hafa einnig fundist menjar um svipaðan gróður, þó yngri, um 1,1 milljón ára gömul<ref name=":0" /><ref name=":2" />. Í 120 metra þykkum setlögum á Svínafellsfjalli í [[Öræfasveit|Öræfum]] finnast blaðför þar sem elri er algengt. Leifarnar eru taldar um 800 þúsund ára gamlar<ref name=":0" /><ref name=":2" />. Í [[Elliðaárvogur|Elliðavogi]] við [[Reykjavík]] er um 20 cm þykkt lag af koluðum viðarleifum sem hvíla á [[Völuberg|völubergi]] en viðarleifarnar eru rétt neðan við Reykjavíkurgrágrýtið. Í þessum lögum, líklega seint frá ísöld hafa fundist [[fræ]] og [[Ávöxtur|aldin]] af ýmslum núverandi landlægum plöntutegundum ásamt [[Frjóduft|frjókornum]] af birki, víði og öðrum jurtum<ref name=":0" /><ref name=":1" />. Gróður á ísöld færðist smám saman í núverandi horf. Af um 440 tegundum háplantna sem nú lifa hér á landi teljast 97% vera evrópskar að uppruna, einungis um 10 tegundir er af amerískum uppruna<ref name=":0" /><ref>{{Bókaheimild|titill=The elements and affinities of Icelandic flora. North Atlantic biota and their history|útgefandi=Pergamon Press, Oxford|ár=1963|bls=297-302|höfundur=Eyþór Einarsson}}</ref>.
 
== Land- og ferskvatnsdýraleifar ==