„Kyndilmessa“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Aavindraa (spjall | framlög)
Replacing superseded 'Hans Memling 015.jpg' with 'The Presentation in the Temple A22018.jpg'
Stillbusy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 6:
 
== Saga ==
Á fyrstu öldum kristni var hátíðin haldin til minnis um fund Símeons og Jesú í musterinu samkvæmt 2. kapítula Lúkasarguðspjalls 25-40 enda var hátíðin þá nefnd ''Dagur heilags Símeons'' eða ''Hypapante'' (úr [[Gríska|grísku]] ''fundur''). Elstu heimildir um hreinsunarhátíð Maríu eru frá Jerúsalem snemma á 4. öld, en er þá reyndar bundin við 14. febrúar, þar sem þá var fæðingardagur Jesú enn talinn 6. janúar. Hátíðin var svo fyrirskipuð árið 524 af [[Jústiníanus]]i [[Keisari|keisara]] í [[Konstantínópel]]. Árið 690 skipaði [[Sergius I.]] [[páfi]] í [[Róm]], að á hreinsunarhátíðinni skyldi vígja öll [[kerti]] sem ætlað væri til helgigjörða á árinu. Á þessum degi var á miðöldum farin skrúðganga utan og innan kirkjubyggingarinnar og einnig út í kirkjugarð. Báru prestar og söfnuður logandi kerti í göngunni.
Hátíðin fékk því nafnið ''missa candelarum'' á latínu en það þýðir kertamessa. Það sést oft í íslenskum fornbréfum frá 15. og 16. öld en eftir siðbreytingu er orðið kyndilmessa orðið allsráðandi.