„Hrúðurflétta“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Búið til með því að þýða síðuna "Crustose lichen"
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 18. mars 2020 kl. 21:52

Hrúðurflétta er flétta sem hefur skorpulaga- eða hrúðurkennt vaxtarlag. Hrúðurfléttur vaxa því þétt upp við undirlagið sem getur verið jarðvegur, grjót, trjábörkur og fleira. Það er því nánast ómögulegt að losa hrúðurfléttur frá undirlaginu í heilu lagi.

Hrúðurfléttur eru í grunninn byggðar upp eins og aðrar fléttur með barkarlag, þörungalag og miðlag. Efra barkarlagið inniheldur yfirleitt litarefni og miðlagið skýtur rætlingum sem festa fléttuna við undirlagið.

Yfirborð hrúðurfléttna er yfirleitt hörð skorpa með sprungum sem geta opnast og lokast eftir því hversu rakt þal fléttunnar er. Margar hrúðurfléttur hafa sérstaka hæfni til að þola þurrk og að ljóstillífa í beinu sólarljósi eða lifa af við krefjandi aðstæður.

Tilvísanir