Munur á milli breytinga „Vaxtarga“

923 bætum bætt við ,  fyrir 2 mánuðum
m
vistgerðir
(Ný síða)
 
m (vistgerðir)
 
==Útbreiðsla og búsvæði==
Vaxtarga vex á [[basalt]]i um allt land frá láglendi upp í um 1500 metra hæð. Hæst hefur hún fundist ofarlega á [[Snæfell]]i í um 1750 metra hæð. Hún hefur stundum fundist vaxandi á beinum, trjáberki og morknum viði.<ref Name="HK2016"/>
 
Vaxtarga er mjög algeng á Íslandi. Hún er með algengustu fléttum í átta af 64 landvistgerðum í vistgerðaflokkun Náttúrufræðistofnunar Íslands.<ref Name="Vistgerðir">Jón Gunnar Ottósson, Anna Sveinsdóttir og María Harðardóttir (ritstj.) (2016). [http://utgafa.ni.is/fjolrit/Fjolrit_54.pdf Vistgerðir á Íslandi.] Fjölrit Náttúrufræðistofnunar Íslands nr. 54. Garðabæ, Náttúrufræðistofnun Íslands. Sótt þann 19. júlí 2019.</ref> Flestar vistgerðanna eru lítið grónir melar, skriður eða grasmóar. Vaxtarga er þó einnig með algengustu fléttum í mýrahveravist, sem hefur mjög hátt verndargildi,<ref Name="Vistgerðir"/> og í grasmóavist, ljónslappaskriðuvist og grasvíðiskriðuvist sem eru á lista [[Bernarsamningurinn|Bernarsamningsins um verndun villtra dýra plantna og vistgerða í Evrópu]] og njóta þar með sérstakrar verndar.<ref Name="Vistgerðir"/>
 
==Efnafræði==