„Guðrún Helgadóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Bæti við viðlíkingu Guðna Th. Fjarlægi hlekki úr texta.
Lína 1:
'''Guðrún Helgadóttir''' (f. í Hafnarfirðifædd 7. september 1935) er íslenskur rithöfundur og fyrrum stjórnmálamaður.
 
Guðrún hefur verið einn virtasti barnabókahöfundur Íslands<ref name=":0">{{Cite web|url=https://rsi.is/2017/06/20/gudrun-helgadottir-borgarlistamadur/|title=Guðrún Helgadóttir borgarlistamaður|date=June 20, 2017}}</ref> frá því að hún gaf út sína fyrstu bók um prakkarana Jón Odd og Jón Bjarna árið 1974.
 
Hún sat á alþingi fyrir [[Alþýðubandalagið]] frá 1979-1995 og var [[Forseti Alþingis|forseti alþingis]] 1988-1991, fyrst kvenna til að gegna því embætti í sameinuðu þingi.
 
== Æviágrip ==
Guðrún er fædd í Hafnarfirði. Hún lauk stúdentsprófi frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|MR]] 1955. Hún giftist Hauki Jóhannssyni, verkfræðingi í júní 1957, þau eignuðust soninn Hörð það ár en skildu 1959. Hún starfaði sem ritari rektors í MR í áratug (1957-1967) og giftist Sverri Hólmarssyni kennara 1964, þau eignuðust saman þrjú börn en skildu 1983.
 
Guðrún vann sem deildarstjóri félagsmála- og upplýsingadeildar [[Tryggingastofnun ríkisins|Tryggingastofnunar ríkisins]] 1973-1980. Hún sat í stjórn [[BSRB]] 1972-1978, var borgarfulltrúi [[Alþýðubandalagið|Alþýðubandalagsins]] í Reykjavík 1978-1982 og ritari þess 1977-1983. Hún var kosinn alþingismaður Alþýðubandalagsins frá 1979-1995. Hún var forseti Alþingis 1988-1991. Hún var fulltrúi í [[Norðurlandaráð]]i 1983-1988.
 
== Verk ==
Guðrún skrifaði fjölmargar bækur, aðallega ætlaðar börnum og unglingum, og náðu margar þeirra miklum vinsældum á Íslandi.<ref>{{Cite web|url=https://www.skald.is/product-page/gu%C3%B0r%C3%BAnguðrún-helgad%C3%B3ttirhelgadóttir|title=Guðrún Helgadóttir|website=Kvennabókmenntir}}</ref> Fyrsta bók hennar snerist um uppátækjasömu tvíburana Jón Odd og Jón Bjarna. Bækurnar um tvíburana urðu þrjár talsins og árið 1981 kom kvikmyndin [[Jón Oddur & Jón Bjarni|Jón Oddur og Jón Bjarni]] út í leikstjórn [[Þráinn Bertelsson|Þráins Bertelssonar]].
 
Ritstíll Guðrúnar þykir einkennast af virðingu fyrir ungum lesendum sínum ásamt því að sýna spaugilegar hliðar á flestum málum.<ref name=":0" /> Bækur hennar þykja bera með sér góðan boðskap.
 
Margar bækur hennar hafa verið þýddar á erlend tungumál og hafa hlotið góða dóma.
 
[[Guðni Th. Jóhannesson|Guðni Th.]] forseti hefur nefnt að Guðrún sé hin íslenska [[Astrid Lindgren]] og [[Tove Jansson]], bækurnar séu „með boðskap en líka fullar af lífi og fjöri“.<ref name=":1">{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frett/thu-ert-okkar-astrid-lindgren-og-tove-jansson|title=Þú ert okkar Astrid Lindgren og Tove Jansson|last=Davíð Gunnarsson|first=|date=2018-04-22|website=[[RÚV]]|archive-url=|archive-date=|dead-url=|access-date=2020-03-17}}</ref>
 
=== Barnabækur ===
Lína 26 ⟶ 28:
* 1979 – Óvitar
* Þríleikurinn '''Sitji guðs englar''':
** 1983 – [https://bokmenntaborgin.is/bok/sitji-guds-englar Sitji guðs englar]
** 1986 – [https://bokmenntaborgin.is/bok/saman-i-hring Saman í hring]
** 1987 – [https://bokmenntaborgin.is/bok/saenginni-yfir-minni Sænginni yfir minni]
* 1990 – [https://bokmenntaborgin.is/bok/undan-illgresinu Undan illgresinu], hlaut [[Norrænu barnabókaverðlaunin]] 1992
* 1993 – Litlu greyin
* Þríleikurinn '''Ekkert að þakka''':
Lína 43 ⟶ 45:
 
=== Myndabækur ===
* 1981 – [https://bokmenntaborgin.is/bok/astarsaga-ur-fjollunum Ástarsaga úr fjöllunum], myndskreytingar eftir [[Brian Pilkington]]
* 1985 – Gunnhildur og Glói
* 1990 – Nú heitir hann bara Pétur
Lína 64 ⟶ 66:
* 1975 – Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir bókina ''Jón Oddur og Jón Bjarni''
* 1980 – Verðlaun úr Thorbjörn Egner sjóðnum fyrir bókina ''Óvitar''
* 1988 – Viðurkenning Barna og bóka Íslandsdeildar {{ill|IBBY|en}} fyrir bókina ''Sænginni yfir minni''
* 1992 – [[Norrænu barnabókaverðlaunin]] fyrir bókina ''Undan illgresinu''
* 1993 – Rithöfundasjóður Ríkisútvarpsins
Lína 74 ⟶ 76:
* 2007 – Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur
* 2015 – Menningarverðlaun DV, heiðursverðlaun
* 2017 – Útnefning sem [[borgarlistamaður]] Reykjavíkurborgar, heiðursviðurkenning
*2018 – Sögusteinninn, heiðursverðlaun IBBY<ref name=":1" />
 
=== Tilnefningar ===