„Stopmotion“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Skráin Stop-motion_lego.gif var fjarlægð og henni eytt af Commons af Ruthven.
Ekkert breytingarágrip
Lína 31:
Árið 1985 gerði Will Vinton stop motion kvikmynd í fullri lengd, byggða á verkum Mark Twain og hét hún ''The Adventures of Mark Twain'' og hlaut mikið lof fyrir. Skömmu seinna aðstoðaði hann Disney við gerðina á myndinni ''Return to Oz'' þar sem hann hlaut óskarsverðlaunin fyrir tæknibrellur.
[[Tékkland]] hefur einnig alið af sér ófáa stop motion kvikmyndaframleiðendur. Þar eru fremstir í flokki þeir Lubomír Beneš og Vladimír Jiránek fyrir þætti sína um þá kumpána ''Pat & Mat'' eða ''[[Klaufabárðarnir]]'', sem nutu mikilla vinsælla á [[Ísland|Íslandi]] um árabil. Þættirnir urðu þó nokkuð langlífir og stóð framleiðsla þeirra í um 25 ár eða frá árinu 1979 til 2004.
Enn þann dag í dag er stuðst við stop motion tæknina í þáttaröðum og kvikmyndum. Árið 2010 var til að mynda einn heill þáttur í þáttaröðinni ''Community'' gerður með aðstoð stop motion tækninnar.