„Kólumbía“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 41:
 
==Heiti==
Kólumbía dregur nafn sitt af landkönnuðinum [[Kristófer Kólumbus|Kólumbusi]]. Byltingarmaðurinn [[Francisco de Miranda]] sá fyrir sér að nafnið yrði notað yfir [[Nýi heimurinn|Nýja heiminn]] í heild sinni, sérstaklega þann hluta sem heyrði undir spænsk lög (sem á þeim tíma náði frá [[Mississippi]] til [[Patagónía|Patagóníu]]). [[Stór-Kólumbía|Lýðveldið Kólumbía]] tók síðan nafnið upp árið 1819 þegar það var myndað úr löndum sem tilheyrðu [[Varakonungdæmið Nýja-Granada|Varakonungdæminu Nýja-Granada]] (í dag löndin Kólumbía, Panama, Venesúela, Ekvador og norðvesturhluti Brasilíu).
 
Þegar Venesúela, Ekvador og Cundinamarca urðu sjálfstæð ríki tók fyrrum héraðið Cundinamarca upp nafnið [[Nýja-Granada]]. Árið 1858 breytti Nýja-Granada nafni sínu í [[Sambandslýðveldið Granada]]. Árið 1863 var nafninu aftur breytt í [[Bandaríki Kólumbíu]] og árið 1886 tók landið upp núverandi heiti, [[Lýðveldið Kólumbía]].
 
==Stjórnmál==