„Bregenz“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
uppfæri
m leiðrétting
Lína 30:
=== Miðaldir ===
[[Mynd:De Merian Sueviae 068.jpg|thumb|Bregenz 1650. Mynd eftir Matthäus Merian.]]
Bregenz var lengi vel hluti af [[Bæjaraland]]i, en greifarnir af Bregenz stjórnuðu borginni. Ekki er vitað hvenær borgin hlaut miðaldaborgarréttindi, en [[1330]] veitti keisarinn [[Lúðvík IV (HRR)|Lúðvík hinn bærískibæverski]] borginni markaðsréttindi. Bregenz lenti óvart í Appenzell-stríðinu í Sviss. Íbúar [[Appenzell (fylki)|Appenzell]] reyndu að losa við yfirráð biskupanna í St. Gallen og herjuðu á landsvæðin í kring. [[1404]] herjuðu þeir á Bregenz og lögðu allt í eyði utan borgarmúranna. Borgin sjálf hélt þó velli. Í [[september]] [[1407]] voru þeir aftur á ferðinni og settust um Bregenz í nokkra mánuði og herjuðu grimmt á borgina, sem enn hélt velli. Í [[janúar]] á næsta ári mætti her frá Habsborgurum á staðinn. Í orrustunni við Bregenz sigruðu Habsborgarar og björguðu þar með borginni. [[1451]] keyptu Habsborgarar helming af yfirráðum Bregenz í nærsveitum. Eftir að Montfort-ættin sem þar réði ríkjum dó út [[1523]] var Bregenz að öllu leyti eign Habsborgar, og þar með Austurríkis.
 
=== Frakkar ===
[[1646]] hertók sameinaður her frá [[Frakkland]]i og [[Svíþjóð]] borgina í [[30 ára stríðið|30 ára stríðinu]]. Hann hvarf þó á næsta ári, en Svíar sprengdu þó kastalavirkið Hohenbregenz áður. Frakkar voru aftur á ferð [[1704]] í [[Spænska erfðastríðið|spænska erfðastríðinu]] og sátu um borgina, en náðu ekki að vinna hana. Enn voru Frakkar á ferð í héraðinu [[1799]] og hertóku Bregenz. [[1805]] var borgin innlimuð Bæjaralandi. Íbúarnir voru mjög á móti Frökkum og gengu margir í landherinn. [[29. maí]] [[1809]] börðust borgarbúar og aðrir íbúar Vorarlberg við Frakka við Hohenems og sigruðu þá glæsilega. [[Napoleon Bonaparte|Napoleon]] sjálfur stjórnaði sínum mönnum í síðari orrustum og náði taki á héraðinu á ný. Fyrir vikið var stór bærískurbæverskur her látinn gæta Bregenz. Á [[Vínarfundurinn|Vínarfundinum]] gerðu Bæjarar ekkert tilkall til Bregens, sem varð aftur austurrísk, ásamt Vorarlberg.
 
=== Nýrri tímar ===