„Offenbach am Main“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m leiðrétting
Lína 37:
 
== Söguágrip ==
[[977]] kemur Offenbach fyrst við skjöl, en þá var [[Otto II (HRR)|Otto II]] keisari þar á bæ. Næstu aldir kemur bærinn lítið við sögu og skiptir nokkrum sinnum um eigendur. [[1372]] leigði Filippus greifi af Falkenstein bæinn til Frankfurt fyrir 1000 gyllini. [[1486]] skipti bærinn aftur um eigendur, er greifarnir af Isenburg erfðu bæinn og reistu sér kastala þar. [[1559]] urðu [[siðaskiptin]] í bænum. Í [[30 ára stríðið|30 ára stríðinu]] hertók bærískurbæverskur keisaraher Offenbach. [[1631]] mætti [[Gústaf Adolf 2.|Gústaf Adolf]] Svíakonungur á svæðið og náði að hrekja Bæjara burt. Gústaf Adolf lét gera umsátur um Frankfurt meðan hann sat í Offenbach. Þegar Frankfurt gafst upp, tók Svíakonungur við uppgjafabréfi þeirra í kastalanum í Offenbach. [[1698]] tóku greifarnir við mörgum [[Húgenottar|húgenottum]], sem reistu sér ný hverfi í bænum. Það var upphafið að miklum handverksiðnaði, til dæmis leðuriðnaði. Í kjölfarið stækkaði bærinn ört. [[1815]] úrskurðaði [[Vínarfundurinn]] að hrifsa bæinn úr höndum greifanna frá Isenburg sökum stuðnings þeirra við [[Napoleon Bonaparte|Napoleon]]. Bærinn varð til skamms tíma eign [[Austurríki]]s, en varð brátt hluti af stórhertogadæminu Hessen-Nassau. Á þeim tíma mun Offenbach hafa verið orðin að borg. [[1920]] hertóku [[Frakkland|Frakkar]] borgina í einn mánuð en Frakkar réðu þá Rínarlöndunum. Í [[Heimstyrjöldin síðari|heimstyrjöldinni síðari]] varð Offenbach fyrir þó nokkrum loftárásum. 36% borgarinnar eyðilagðist. [[1954]] fór íbúatala borgarinnar yfir 100 þús. [[1997]] hélt borgin upp á 1000 ára afmæli sitt með stórhátíð.
 
== Íþróttir ==