„Hólar í Hjaltadal“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 11:
[[Hólabiskupar]] voru 23 í kaþólskum sið og 13 í lútherskum sið. Margir biskupanna á 14. og 15. öld voru þó erlendir og stóðu stutt við á Hólum eða komu jafnvel aldrei til landsins en dvöldust erlendis og létu fulltrúa sína sinna málefnum biskupsdæmisins. Af atkvæðamestu biskupum í kaþólskum sið má auk Jóns Ögmundssonar nefna [[Guðmundur góði Arason|Guðmund góða Arason]] (biskup 1203-1237), Norðmanninn [[Auðun rauði Þorbergsson|Auðun rauða Þorbergsson]] (biskup 1313-1322), sem meðal annars reisti [[Auðunarstofa|Auðunarstofu]] hina fyrri, og [[Jón Arason]] (1524-1550), síðasta biskup á Hólum í kaþólskum sið.
 
Fyrsti lúterski biskupinn á Hólum var [[Ólafur Hjaltason]] en atkvæðamestur lútherskra biskupa þar var [[Guðbrandur Þorláksson]], sem sat staðinn í meira en hálfa öld, eða frá 1571 til 1627 og lét meðal annars þýða og prenta biblíuna sem við hann er kennd og kölluð [[Guðbrandsbiblía]]. [[Gísli Magnússon (biskup)|Gísli Magnússon]] (biskup 1755-1779) lét reisa [[Hóladómkirkja|steinkirkjuna]] sem enn stendur á Hólum. Síðasti biskup á Hólum var [[Sigurður Stefánsson]] (biskup 1789-1798) en eftir lát hans voru biskupsdæmin tvö sameinuð og Hólastóll lagður niður en skólinn fluttur suður og sameinaður [[HólavallarskóliHólavallaskóli|HólavallarskólaHólavallaskóla]]. Eftir að biskupsstóllinn var lagður af og eignir hans seldar voru Hólar [[prestssetur]] til [[1868]] en þá var prestssetrið flutt í [[Viðvík]]. Hólar urðu aftur prestssetur [[1952]] og frá Hólum hefur þar verið vigslubiskupssetur.
 
== Skólasetur ==