„Eþíópía“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 45:
Opinbert heiti landsins er Sambandslýðstjórnarlýðveldið Eþíópía (''Ityop'iya Federalawi Demokrasiyawi Republik''). Landið er [[sambandslýðveldi]] níu þjóðríkja. Í landinu eru meira en 70 mismunandi þjóðflokkar. Þeirra fjölmennastir eru [[orómóar|Orómóar,]] 40%, [[Amharar]] og [[tígrar (þjóðflokkur)|Tígrar]] eru 32%, [[Sidamóar]] 9%, [[Sjankellar]] 6%, [[Sómalir]] 6%, [[Afar]] 4%, [[Gúragar]] 2% og aðrir samtals 1%. Íbúarnir eru mjög ólíkir innbyrðis. Orómóar, Amharar og Tígrar eru meira en þrír fjórðu landsmanna. Opinbert tungumál landsins er [[amharíska]] en einnig eru töluð ýmis minna útbreidd mál eins og [[orómifa]] og [[tígrinja]]. Um þriðjungur landsmanna er [[íslam|múslimar]], um 60% tilheyra [[eþíópíska rétttrúnaðarkirkjan|eþíópísku rétttrúnaðarkirkjunni]] og um 2.6% aðhyllast hefðbundin trúarbrögð.
 
Eþíópía á sér einna lengsta þekkta sögu allra Afríkulanda og er talin eineitt elsta þjóðríki í Afríku. Hún var eina ríkið sem hélt [[sjálfstæði]] sínu í [[kapphlaupið um Afríku|slagnum um Afríku]], allt þar til [[Ítalía|Ítalir]] réðust inn í landið [[1936]]. [[Bretland|Breskar]] og eþíópískar hersveitir sigruðu Ítali [[1941]] og Eþíópía fékk aftur sjálfstæði [[1944]].
 
==Heiti==
Lína 52:
Í grískum og rómverskum áletrunum kemur heitið fyrir sem [[örnefni]] yfir hina fornu [[Núbía|Núbíu]] og frá því um 850 er Eþíópía notað í mörgum [[Biblían|Biblíuþýðingum]] sem tilvísun til Núbíu. Fornir [[hebreska|hebreskir]] textar setja aftur á móti samasemmerki milli Núbíu og [[Kús]]. Í [[Nýja testamentið|Nýja testamentinu]] kemur gríska heitið ''Aiþiops'' fyrir hirðmann [[Kandake]], drottningar af Kús (eða Eþíópíu).
 
Í áletrun á [[Monumentum Adulitanum]], minnismerki frá hafnarborginni [[Adulis]] í Erítreu frá 3. öld, segir að konungur [[Aksúm]] ríki yfir landi sem í vestri liggi að Eþíópíu og Sasu. [[Ezana]], konungur Aksúm, lagði síðar Núbíu undir sig og íbúar Aksúm tóku eftir það upp þjóðarheitið Eþíópar. Í grískum titlum Ezana er hann kallaður konungur Eþíópa, sem í [[ge'ez]]-útgáfu verður að ''Ḥbštm'' andog ''Ḥbśt'' (''Ḥabasjat'') og vísar til íbúa hálendisins. Þetta þjóðarheiti varð síðar ''ḥbs'' ('''Aḥbāsh'') í [[sabaíska|sabaísku]] og ''Ḥabasha'' í [[arabíska|arabísku]]. Af því er dregið vestræna heitið ''Abissinía''.
 
Í ''[[Aksúmbókin]]ni'' frá 15. öld er þjóðarheitið skýrt með vísun til goðsögulegrar hetju, Ityopp'is, sem átti að hafa verið sonur [[Kús (Biblíupersóna)|Kús]], sonar [[Ham (Biblíupersóna)|Hams]], sonar [[Nói (Biblíupersóna)|Nóa]], og var sagður stofnandi borgarinnar [[Axúm]].