„Drífa Viðar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Kvk saga (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
Drífa lauk stúdentsprófi frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] árið 1938 og kennaraprófi frá [[Gamli kennaraskólinn|Kennaraskólanum]] árið 1939. Meðfram kennaranáminu stundaði hún myndlistarnám hjá Jóni Þorlákssyni en árið 1943 hélt hún utan til náms, fyrst til [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] og síðar til [[París|Parísar]]. Í Bandaríkjunum var hún við nám hjá Morris Kantor í Art Students League í [[New York-borg|New York]] samtímis þeim [[Nína Tryggvadóttir|Nínu Tryggvadóttur]] og [[Louisa Matthíasdóttir|Louisu Matthíasdóttur]]. Apstraktverk Drífu sem hún málaði á námsárum sínum eru talin vera fyrstu abstraktverk íslenskrar listakonu.<ref name=":0">Aðalsteinn Ingólfsson, [https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1304134/ „Þriðja konan“], ''Lesbók Morgunblaðsins'', 10. október 2009 (skoðað 7. mars 2020)</ref>
 
Árið 1947 sneri Drífa aftur til Íslands og gekk í hjónaband. Um tíma bjó fjölskyldan í Svíþjóð en kom heim komin til Íslands, þegar börnin voru orðin eldri tók Drífa upp þráðinn að nýju í myndlistinni en skrifaði einnig um listir, menningu og friðarmál í blöð og tímarit, m.a. skrifaði hún talsvert í tímaritið ''[[Melkorka (tímarit)|Melkorka]].'' Hún gaf út tvær bækur, skáldsöguna ''Fjalldalslilju'' og smásagnasafnið ''Daga við vatnið''.
 
Drífa vann ásamt systur sinni Jórunni að barnatímum í útvarpi og einnig skrifaði hún leikrit fyrir börn. Hún hafði einnig pólitískan áhuga og var virk baráttukona í [[Samtök hernaðarandstæðinga|Samtökum herstöðvaandstæðinga]] og [[Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna|Menningar- og friðarsamtökum kvenna]].<ref>Kolbrún Bergþórsdóttir, [https://www.frettabladid.is/timamot/hun-var-sifellt-a-starfa/ „Hún var sífellt að starfa“], ''Fréttablaðið'', 6. mars 2020 (skoðað 7. mars 2020)</ref>