„Högna Sigurðardóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Holtseti (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Holtseti (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 4:
 
== Ferill ==
Högna ákvað ung að árum að leggja arkitektúr fyrir sig. Hún lauk stúdentsprófi frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] og hélt að því loknu til Parísar árið 1949 og varð fyrsti Íslendingurinn til að leggja stund á nám við listaskólann [[{{ill|École des beaux-arts]]|fr|Beaux-Arts de Paris}}. Hún útskrifaðist þaðan árið 1960 og hlaut viður­kenn­ingu skól­ans fyr­ir loka­verk­efni sitt og það tryggði henni starfs­rétt­indi í Frakklandi og í kjölfarið opnaði hún teiknistofu í París.<ref name=":0">Mbl.is, [https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/02/14/andlat_hogna_sigurdardottir/ „Andlát: Högna Sigurðardóttir“] (skoðað 17. júlí 2019)</ref> Eitt af fyrstu verkum hennar var hönnun íbúðarhúss að Bústaðabraut 11 í Vestmannaeyjum og var það fyrsta húsið á Íslandi sem teiknað var af konu. Húsið eyðilagðist í eldgosinu árið 1973.<ref>Mbl.is, „[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/07/17/fyrsta_hus_hognu_var_i_eyjum/ Fyrsta hús Högnu var í Eyjum“] (skoðað 17. júlí 2019)</ref>
 
Starfsvettvangur Högnu var í París en hún hélt góðum tengslum við Ísland og teiknaði fjögur einbýlishús sem risu á Íslandi, þar á meðal er eitt þekktasta verk hennar, húsið að [[Bakkaflöt 1]] í [[Garðabær|Garðabæ]] en það teiknaði hún fyrir hjónin Ragnheiði Jónsdóttur myndlistarkonu og Hafstein Ingvarsson tannlækni. Byggingin hefur oft verið til umfjöllunar í erlendum fagritum á sviði hönnunar og arkitekturs og var hún valin ein af 100 merkustu byggingum 20. aldar í norður- og miðhluta Evrópu í útgáfu alþjóðlegs yfirlitsrits um byggingarlist. Húsið var friðað árið 2009 og árið 2019 valdi BBC það sem eitt af tíu draumahúsum byggð á síðustu öld.<ref>Frettabladid.is, [https://www.frettabladid.is/lifid/hafsteinshus-hognu-eitt-af-draumahusum-bbc/ „Hafsteinshús Högnu eitt af draumahúsum BBC“] (skoðað 17. júlí 2019)</ref>