„Íslensk matargerð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 58:
Soðnar kartöflur og rófur er algengt meðlæti með íslenskum mat. Þá eru sultur úr krækiberjum, bláberjum og rabbarbara einnig algengar.
 
Íslensk garðyrkja hefst ekki af ráði fyrr en á 19. öld en þar áður hafa ýmsar jurtir verið sóttar út í náttúruna svo sem [[Fjallagrös|fjallgrös]], [[Vallhumall|vallhumal]], [[blóðberg]], [[krækiber]] og [[bláber]].
 
Í ylrækt er umfangsmesta framleiðslan í tómötum, gúrkum og papriku. Einnig eru framleidd salöt, kryddjurtir og sveppir. Í jarðrækt utandyra eru rófur og kartöflur umfangsmesta framleiðslan en einnig gulrætur, blómkál og ýmis kál, þar á meðal fóðurkál fyrir skepnur. Akuryrkja er nýleg viðbót við íslenska landbúnaðarframleiðslu og er helst ræktað bygg en einnig repja og hafrar. Meðal frumkvöðla í akurrækt eru bæirnir [[Vallanes]], [[Þorvaldseyri]] og Sandhóll.
 
== Brauð og kökur ==