„Bræðratunga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 4:
[[Eyfröður hinn gamli]] bjó í Bræðratungu en að sögn [[Landnámabók|Landnámabókar]] nam hann land milli Tungufljóts og Hvítár, og var þar lengi höfuðból og [[höfðingjasetur]]. Þar komu við sögu margir helstu höfðingjar [[Þjóðveldisöld|þjóðveldistímabilsins]] og ýmsir aðrir langt frameftir öldum. Meðal þeirra höfðingja sem þar bjuggu voru [[Ásgrímur Elliða-Grímsson]] sem meðal annars kemur fyrir í [[Brennu-Njáls saga|Njáls sögu]]. Traðir sem liggja frá gömlu vaði frá Hvítá heim að Bræðratungu heita enn ''Flosatraðir'', þær eiga nafn sitt að rekja til heimsóknar [[Flosi Þórðarson|Flosa Þórðarsonar]] á [[Svínafell|Svínafelli]] til Ásgríms. [[Gissur Þorvaldsson]] bjó um hríð í Bræðratungu.
 
Á [[16. öldin|16. öld]] bjó [[Gísli Hákonarson (lögmaður)|Gísli Hákonarson]] lögmaður á Bræðratungu, sem var talinn einn vinsælastur veraldlegra höfðingja á Íslandi. Hann var tengdarfaðir [[Þorlákur Skúlason|Þorláks Skúlasonar]] biskups í Skálholti. Tengdardóttir hans [[Helga Magnúsdóttir]] (kölluð Matrónan í Bræðratungu) bjó lengi í Bræðratungu, sem ekkja eftir Hákon mann sinn. Hún var þekkt höfðingjakona og kemur mikið við í sögu [[Brynjólfur Sveinsson|Brynjólfs Sveinssonar]] biskups.
 
Á [[17. öldin|17. öld]] bjuggu hjónin [[Einar Þormóðsson]] og Jóhanna Einarsdóttir í Bræðratungu.