„Risaeðlur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
óverulegt
Útočit (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 25:
</div>
}}
'''Risaeðlur''' ([[fræðiheiti]] ''Dinosauria'') voru [[hryggdýr]] sem drottnuðu yfir landrænu [[vistkerfi]] [[Jörðin|Jarðar]] í meira en 160 milljónir ára. Þær komu fyrst fram á sjónarsviðið fyrir um 230 milljónum ára. Í lok [[Krítartímabilið|Krítartímabilsins]], fyrir 65 milljónum ára., varð hamfaraatburður sem olli [[útdauði|útdauða]] þeirra og þar með endalokum yfirráða þeirra á landi. [[Fuglar]] nútímans eru taldir beinir afkomendur risaeðlanna.
 
Allt frá því að leifar fyrstu risaeðlunnar fundust á [[19. öld]] hafa [[steingervingur|steingerðar]] beinagrindur þeirra dregið að sér mikla athygli á söfnum um víða veröld. [[Risaeðla|Risaeðlur]] eru orðnar nokkurs konar hluti af heimsmenningunni og ekkert lát virðist á vinsældum þeirra, sér í lagi á meðal barna. Fjallað hefur verið um þær í [[metsölubók]]um og [[kvikmynd]]um á borð við ''[[Júragarðurinn|Jurassic Park (Júragarðurinn)]]'', og nýjustu uppgötvanir um risaeðlur birtast reglulega í fjölmiðlum.