„Viggó viðutan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
→‎Froskur útgáfa: Lagaði útgáfuröð.
m →‎Aukapersónur: lagaði smá :)
Lína 31:
* ''Njörður'' (fr. ''Joseph Longtarin'') er seinheppinn [[lögregla|lögregluþjónn]] sem reynir í sífellu að hanka Viggó og bílskrjóð hans fyrir hvers kyns umferðarlagabrot. Þrátt fyrir stöðu sína, virðist furðustór hluti vinnutíma hans fara í [[stöðumælir|stöðumælavörslu]].
 
* ''Ungfrú Jóka'' (fr. ''Mademoiselle Jeanne'') er samstarfskona og kynferðislegt viðfangkærasta Viggós. Öfugt við aðra starfsmenn ritstjórnarskrifstofunnar er hún fullkomlega gagnrýnislaus á Viggó, álítur hann snilling og kemur honum til varnar ef þurfa þykir. Ekki er auðvelt að átta sig á eðli sambands þeirra, þar sem Viggó virðist stundum ekki átta sig á aðdáun ungfrú Jóku, en sýnir henni talsverðan rómantískan áhuga á öðrum tímum.
 
* ''Herra Seðlan'' (fr. ''Aimé De Mesmaeker'') er vellríkur forstjóri sem freistar þess ítrekað að skrifa undir viðskiptasamning við þá Val og Eyjólf, en undirritunin fer ætíð út um þúfur vegna uppátækja Viggós. Herra Seðlan er afar skapstyggur og fyrirlítur Viggó og félaga hans. Það var teiknarinn [[Jidéhem]] sem skapaði persónuna og hafði föður sinn, sem starfaði sem sölumaður, að fyrirmynd.