„Lê Đức Thọ“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 28:
'''Lê Đức Thọ''' (14. október 1911&nbsp;– 13. október 1990), fæddur undir nafninu '''Phan Đình Khải''', var [[víetnam]]skur byltingarmaður, hershöfðingi, ríkiserindreki og stjórnmálamaður.<ref>Bruce M. Lockhart, William J. Duiker ''Historical Dictionary of Vietnam'' 2006 entry p.202 Lê Đức Thọ</ref> Hann var sæmdur [[Friðarverðlaun Nóbels|friðarverðlaunum Nóbels]] árið 1973 ásamt [[Henry Kissinger]] en neitaði að taka við verðlaununum.
 
Lê Đức Thọ tók þátt í stofnun indókínverska kommúnistaflokksins árið 1930. Frönsk nýlenduyfirvöld fangelsuðu hann frá 1930 til 1936 og aftur frá 1939 til 1944. Eftir að honum var sleppt árið 1945 hjálpaði hann við að stýra baráttu víetnömsku sjálfstæðishreyfingarinnar [[Viet-Minh]] gegn Frökkum þar til [[Genfarráðstefnan 1954|friðarsáttmálar voru undirritaðir]] í [[Genf]] árið 1954. Árið 1948 var Lê Đức Thọ í Suður-Víetnam sem leiðtogi skipulagsdeildar kommúnistaflokks Kotsjinkína. Hann gekk til liðs við miðstjórn víetnamska Verkamannaflokksins, sem síðar varð [[Kommúnistaflokkur Víetnams]], árið 1955. Thọ stýrði uppreisn [[Víet-Kong]] gegn ríkisstjórn [[Suður-Víetnam]]s frá árinu 1956 pgog studdi árið 1963 flokkshreinsanir innan Kommúnistaflokksins.<ref>Thu-Hương Nguyễn-Võ ''The Ironies of Freedom: Sex, Culture, and Neoliberal Governance in Vietnam'' Seattle : University of Washington Press, c2008. {{ISBN|0295988509}} (pbk. : alk. paper). {{ISBN|978-0-295-98865-8}}. 2008– Page 73 "This resolution unleashed a terror campaign against the "revisionist antiparty clique." Lê Đức Thọ, head of the Party Central Organization Committee, announced to party cadres: "The theoretical front to counter contemporary revisionism we ..."</ref>
 
Frá 1978 til 1982 var Lê Đức Thọ útnefndur sem helsti ráðgjafi kambódísku andófshreyfingarinnar [[FUNSK]] og síðar hins nýja [[Alþýðulýðveldið Kampútsea|Alþýðulýðveldis Kampútseu]]. Helsta markmið Lê Đức Thọ var að sjá til þess að þjóðernishyggja [[Kmer]]a yrði hagsmunum Víetnama ekki yfirsterkari í stjórn [[Kambódía|Kambódíu]] eftir að [[Rauðu kmerarnir|Rauðu kmerunum]] var steypt af stóli.<ref>Margaret Slocomb, ''The People's Republic of Kampuchea, 1979–1989: The revolution after Pol Pot'' {{ISBN|978-974-9575-34-5}}</ref>