„Reykholt (Borgarfirði)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Aftengi rangan tengil
Ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímaforriti iOS app edit
Lína 1:
[[Mynd:Reykholt Ok.JPG|thumb|Reykholt]]
[[Mynd:Reykholt51.jpg|thumb|Reykholtskirkjan gamla.]]
'''Reykholt''' er skólasetur, [[kirkjustaður]], prestsetur og gamalt [[höfuðból]] í [[Reykholtsdalur|Reykholtsdal]] í [[Borgarbyggð]] á [[Vesturland]]i. Í Reykholti er enn fremur rekið [[Fosshótel]] í heimavist skólans á sumrin og þar er einnig rekin [[Snorrastofa]], sem er miðstöð rannsókna í miðaldafræðum. Í Reykholti er [[Snorralaug]], ein elsta heita laug á landinu, sem kennd er við [[Snorri Sturluson|Snorra Sturluson]] ([[1178]]) er þar bjó frá [[1206]] þar til hann var drepinn þar árið [[1241]]. Snorri mun vera grafinn í [[Sturlungareitur|Sturlungareit]] svokölluðum í Reykholtskirkjugarði og er Reykholt með merkari sögustöðum á landinu. Stytta er af Snorra Sturlusyni á hlaðinu fyrir framan skólabyggingu héraðsskólans. Hún er gerð af [[Gustav Vigeland]] og gefin þangað af Ólafi, þáverandi krónprins og síðar konungi [[Noregur|Norðmanna]] árið [[1947]].
 
[[Héraðsskóli]] var reistur í Reykholti [[1931]] og ber aðalbygging hans fagurt vitni um handverk arkitekts hennar[[Guðjón Samúelsson|, Guðjóns Samúelssonar]]. Þar eru einnig tvær kirkjur og er sú eldri reist á árunum [[1886]]-[[1887]]. [[Jarðhiti]] er mikill í Reykholti og er hann notaður til upphitunnar [[gróðurhús]]a, [[Sundlaugar og laugar á Íslandi|sundlaugar]] og annarra bygginga á staðnum. Tveir [[Hver|hverir]] eru þar helstir, [[Skrifla]] og [[Dynkur (hver)|Dynkur]]. Var vatni veitt í Snorralaug úr Skriflu eftir um 120 m löngum stokki og er baðlauga í Reykholti oft getið í gömlum heimildum. Snorralaug er með elstu mannvirkjum sem varðveist hafa hér á landi. Frá lauginn lágu [[jarðgöng]] til bæjarhúsa Snorra og hafa þau verið grafin upp að hluta.
 
==Myndasafn==
Myndirnar eru sóttar á síðu sænsku Wikipediu um ''Reykholt''.
<gallery>
mynd:Reykholt. (4558243667).jpg|Bærinn í Reykholti um 1900
mynd:Reykholt51.jpg|Gamla kirkjan í Reykholti.
mynd:Reykholt19.JPG|Inni í gömlu kirkjunni.
mynd:Snorralaug10.JPG|Snorralaug.
mynd:Reykholt 04.jpg|Uppgröftur í kikjugarðinum, 2006.
mynd:Deildartunga12.JPG|Deildartunguhver.
mynd:Árhver_1.jpg|Árhver.
mynd:Deildartunguhver Nov. 2004.jpg|Deildartunguhver .
mynd:Hraunfossar 2004.jpg|thumb|Hraunfossar.
</gallery>
 
== Heimildir ==
* {{vefheimild|url=http://vesturland.is/Afthreyingogstadir/Ahugaverdirstadir|titill=Vesturland.is - Afþreying og staðir|mánuðurskoðað=29. júlí|árskoðað=2010}}