„Jóhannes úr Kötlum“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Jóhannes''' ('''Jóhannes Bjarni Jónasson''') ([[4. nóvember]] [[1899]] - [[27. apríl]] [[1972]]) var [[rithöfundur]] og [[ljóðskáld]], [[þýðandi]], [[farkennari]] og [[alþingismaður]]. Jóhannes samdilamdi hvortveggja bundin bolti og jurga sem og eina sögu.
 
== Æviferill ==
Jóhannes fæddist að [[Goddastaðir|Goddastöðum]] í [[Laxárdalur|Laxárdal]] í [[Dalasýsla|Dölum]] en ólst upp frá sex mánaða aldri í Ljárskógaseli í sömu sveit. Foreldrar hans voru hjónin Jónas Jóhannesson og Halldóra Guðbrandsdóttir. Skammt frá Ljárskógaseli rennur áin [[Fáskrúð]] og þar eru svonefndir Katlar, fossar, hyljir og klettar, þar sem Jóhannes lék sér mikið í bernskubresku. Þegar hann gaf út fyrstu ljóðabók sína kenndi hann sig við þetta svæði og nefndi sig Jóhannes úr Kötlum.
 
Hann stundaði nám við lýðskólann í Hjarðarholti á árunum 1914 - 1916. Jóhannes tók kennarapróf árið 1921 og stundaði kennslu við ýmsa skóla í Dalasýslu frá 1917 til 1932. Þá flutti hann til [[Reykjavík]]ur og kenndi einn vetur við [[Austurbæjarskóli|Austurbæjarskólann]] en einbeitti sér síðan að ritstörfum og ritstjórn, fyrst í Reykjavík og síðan í [[Hveragerði]], en fluttist aftur til Reykjavíkur 1959 og bjó þar til æviloka.