„Aftökur á Íslandi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Stabilo (spjall | framlög)
m fyrirsögn burt
Stabilo (spjall | framlög)
m hlekkir
Lína 1:
[[File:Höggstokkur og böðulsöxi.jpg|thumb|Höggstokkur og böðulsöxi, eða öllu heldur blað hennar, í eigu Þjóðminjasafns Íslands. Á vefnum sarpur.is kemur fram að öxin hafi verið í notkun frá 1800–1830, þegar síðasta opinbera [[Aftaka|aftakan]] á Íslandi fór fram.]]
 
Aftökum fjölgaði á Íslandi eftir [[siðaskipti]] og var þá dæmt eftir [[stóridómur|Stóradómi]].<ref>[http://www.visir.is/g/2018180729491 Fátækir fórnarlömbin í aftökusögu Íslendinga] Vísir.is, skoðað 25. júlí 2018.</ref> Innan rannsóknarverkefnisins ''Dysjar hinna dæmdu'' við Háskóla Íslands hefur verið unnið að kortlagningu aftökustaða á Íslandi. Þar má finna gögn um 238 skrásettar aftökur, sem birtast í töflunni hér að neðan.<ref>[https://dhd.hi.is/ Dysjar hinna dæmdu], skoðað 15. febrúar 2020.</ref> Þessar aftökur áttu sér allar stað á tímabilinu [[1550]] til [[1830]], það er frá upphafi [[Siðaskiptin á Íslandi|siðaskipta]] til loka þess tíma sem oftast er kenndur við [[Upplýsingin á Íslandi|upplýsingu]].
 
Langflestir sem teknir voru af lífi voru alþýðufólk. Í um þriðjungi tilfella var [[Aftaka|aftakan]] refsing fyrir þjófnað, í um þriðjungi fyrir [[blóðskömm]] og [[dulsmál]]. Aðrar aftökur skiptust á morð, galdramál og aðrar sakir. Um 70% hinna líflátnu voru karlar en um 30% konur. Yngsti karlmaðurinn sem tekinn var af lífi var 14 ára. Dæmi eru um að ungar stúlkur hafi verið dæmdar til dauða en hlotið „náðun“ konungs, það er mildun dóms, þá oftast í lífstíðar-„slaverie“. Þær voru þá sendar í þrældóm í tugthús Kaupmannahafnar.<ref>„Bjóst ekki við að aftökurnar væru svo margar“, viðtal við Steinunni Kristjánsdóttur, prófessor í fornleifafræði, á vef Vísis 6.9.2019: https://www.frettabladid.is/frettir/bjost-ekki-vid-ad-aftokurnar-vaeru-svo-margar/ (sótt 18.2.2020).</ref>
 
Miðbik þessa tæpra þriggja alda tímabils, frá [[1625]]-[[1690]], hefur verið nefnt [[brennuöld]], en á þeim tíma voru 20 karlar og ein kona tekin af lífi fyrir galdra. Á síðari hluta [[18. öldin|18. aldar]] voru umtalsvert fleiri dæmdir til dauða en í reynd voru teknir voru af lífi, eftir konungstilskipun sem barst árið [[1758]], um að dauðadómum skyldi ekki fullnægt með aftöku nema að fengnu samþykki konungs, en konungur mildaði fjölda dauðadóma frá íslenskum yfirvöldum. Þeim var þá oftast breytt í lífsstíðar-„slaverie“, þ.e. þrældóm.<ref>Björn Þórðarson, Refsivist á Íslandi [[1761]]–[[1925]], Prentsmiðjan Gutenberg [[1926]].</ref>