„Lissabon-sáttmálinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
Meðal breytinga sem gerðar voru með Lissabon-sáttmálanum var sú að í stað þess að þurfa samhljóða atkvæðastuðning á [[Ráðherraráð Evrópusambandsins|ráðherraráðinu]] þurfa ákvarðanir í 45 ákvarðanahópum nú aðeins tilsettan meirihluta til að ganga fram. Þessi meirihluti er svokallaður tvöfaldaður aukinn meirihluti, sem þýðir að til þess að tillaga nái fram að ganga þarf samþykki 55% aðildarríkja sem hafa að minnsta kosti 65% íbúa Evrópusambandsins. Minnihluti getur stöðvað framgang þessara mála ef ríkin í honum telja til sín yfir 35% af íbúafjölda sambandsins.<ref name=vísindavefur>{{Vísindavefurinn|60120|Nákvæmlega hverju breytir Lissabon-sáttmálinn um áhrif smáríkja innan ráðs ESB á næstu árum?}}</ref>
 
Með sáttmálanum varvoru [[Evrópuþingið|Evrópuþinginu]] veitt aukin völd. Evrópuþingið varð að öðrum handhafa löggjafarvaldsins ásamt [[Ráðherraráð Evrópusambandsins|evrópska ráðherraráðinu]].<ref name=evropuvefur>„[https://www.evropuvefur.is/svar.php?id=60200 Hverju breytir Lissabon-sáttmálinn í vægi aðildarríkja innan Evrópuþings og framkvæmdastjórnar?]“, [[Evrópuvefurinn]], 5. júlí 2011, skoðað 4. september 2018.</ref> Jafnframt voru ýmsar breytingar gerðar á þingmannafjölda og hlutföllum þingmanna á Evrópuþinginu.<ref name=evropuvefur/>
 
Sáttmálinn leysti upp hinar [[þrjár stoðir Evrópusambandsins]] sem höfðu verið grunnurinn að stjórnkerfi ESB og steypti þeim saman. Evrópusambandið varð að einni, heilsteyptri lögpersónu sem telur nú til sín allar stofnanir sem áður heyrðu undir stoðirnar þrjár. Með afnámi stoðanna þriggja var [[Evrópubandalagið]] formlega leyst upp og sambandinu gert að „leysa [það] af hólmi og taka við hlutverki þess“.