„Páll Ólafsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ahjartar (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Nefna þekktustu ljóðin í inngangi
Lína 1:
[[Mynd:Páll Ólafsson by Sigurður málari.jpg|thumb|right|200px|Páll Ólafsson, blýantsteikning eftir [[Sigurður málari|Sigurð málara]], gerð 1867.]]
'''Páll Ólafsson''' (fæddur [[8. mars]] [[1827]], dáinn [[23. desember]] [[1905]]) var [[Ísland|íslenskt]] [[skáld]], eitt af höfuðskáldum 19. aldar og einkum þekktur fyrir ástarljóð og hestavísur.
 
Meðal þekktustu ljóða hans eru ''Lóan er komin''<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/03/28/loan_er_komin/|title=Lóan er komin|last=|first=|date=2018-03-28|website=[[Morgunblaðið]]|language=is|archive-url=|archive-date=|access-date=2020-02-18|url-status=live}}</ref> og ''Ó blessuð vertu sumarsól''.
 
== Æviágrip ==
Páll fæddist á Dvergasteini við [[Seyðisfjörður|Seyðisfjörð]] þann [[8. mars]] [[1827]] og dó [[23. desember]] [[1905]]. Foreldrar hans voru Ólafur Indriðason (1796 – 1861), síðar prestur á [[Kolfreyjustaður|Kolfreyjustað]] og kona hans Þórunn Einarsdóttir (1793 – 1848).
 
Páll var tvíkvæntur: Fyrri kona hans (gift 3. júlí 1856), var '''Þórunn Pálsdóttir''' (1811 – 1880).
 
Seinni kona (gift 5. nóvember 1880) var '''Ragnhildur Björnsdóttir''' (5. nóvember 1843 – 5. júní 1918). Börn Páls og Ragnhildar voru Björn Skúlason (fæddur 1881), Björn (fæddur 1883), Sveinbjörn (fæddur 1885), Þormóður (fæddur 1886) og Bergljót (fædd 1887).
 
Páll stundaði heimanám hjá föður sínum og var svo við nám einn vetur hjá Sigurði Gunnarssyni alþingismanni í [[Vallanes]]i. Vorið 1855 varð hann ráðsmaður á [[Hallfreðarstaðir|Hallfreðarstöðum]] í [[Hróarstunga|Hróarstungu]] hjá Þórunni Pálsdóttur, sem þá var ekkja. Hann gerðist [[bóndi]] þar 1856–1862, bjó að Höfða á [[Vallahreppur|Völlum]] 1862–1864, á Eyjólfsstöðum á Völlum 1864–1866, aftur á Hallfreðarstöðum 1866–1892 og loks á Nesi í [[Loðmundarfjörður|Loðmundarfirði]] 1892–1900. Þá fluttist hann ásamt Ragnhildi konu sinni að Sigurðarstöðum á [[Melrakkaslétta|Sléttu]] til Guðrúnar systur hennar, síðar að [[Presthólar|Presthólum]] til séra Halldórs Björnssonar, bróður Ragnhildar, og vorið 1905 til [[Reykjavík]]ur.