„Eþíópía“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 41:
| símakóði = 251
}}
'''Eþíópía''' ([[amharíska]]: ኢትዮጵያ ''Ityop'iya'', [[tígrinja]]: ኢትዮጵያ, [[orómó]]: ''Itiyoophiyaa'', [[sómalska]]: ''Itoobiya'', [[afaríska]]: ''Itiyoophiyaa'') er [[landlukt]] [[land]] í [[Austur-Afríka|Austur-Afríku]] við [[horn Afríku]] með [[landamæri]] að [[Eritrea|Eritreu]] og [[Djíbútí]] í norðri, [[Súdan]] og [[Suður-Súdan]] í vestri, [[Kenía]] í suðri og [[Sómalía|Sómalíu]] í austri ([[Sómalíland]]i). Eþíópía er fjölmennasta ríki í heimi sem ekki á land að sjó. Landið er næstfjölmennasta ríki Afríku með yfir 109 milljón íbúa og það tíunda stærsta að flatarmáli í álfunni, yfir 1.104.300 km2. Höfuðborgin er [[Addis Ababa]]. Hluti Eþíópíu er háslétta með fjallgarði í miðið sem skiptist í tvennt við [[Sigdalurinn mikli|Sigdalinn mikla]]. Vestan við dalinn er [[Afríkuflekinn]] og austan við hann er [[Sómalíuflekinn]]. [[Bláa Níl]], önnur af tveimur meginkvíslum [[Níl]]ar rennur úr [[Tanavatn]]i í norðvesturhluta landsins. Talið er að [[nútímamenn]] hafi breiðst út um heiminn frá Sigdalnum mikla.
 
Eþíópía er næstfjölmennasta ríki Afríku með tæplega 102 milljón íbúa og það tíunda stærsta að flatarmáli í álfunni, yfir 1.104.300 km2. Höfuðborgin er [[Addis Ababa]]. Eþíópía er fjölmennasta ríki í heimi sem ekki á land að sjó.
 
Opinbert heiti landsins er Sambandslýðstjórnarlýðveldið Eþíópía (''Ityop'iya Federalawi Demokrasiyawi Republik''). Landið er [[sambandslýðveldi]] níu þjóðríkja. Í landinu eru meira en 70 mismunandi þjóðflokkar. Þeirra fjölmennastir eru [[orómóar|Orómóar,]] 40%, [[Amharar]] og [[tígrar (þjóðflokkur)|Tígrar]] eru 32%, [[Sidamóar]] 9%, [[Sjankellar]] 6%, [[Sómalir]] 6%, [[Afar]] 4%, [[Gúragar]] 2% og aðrir samtals 1%. Íbúarnir eru mjög ólíkir innbyrðis. Orómóar, Amharar og Tígrar eru meira en þrír fjórðu landsmanna. Opinbert tungumál landsins er [[amharíska]] en einnig eru töluð ýmis minna útbreidd mál eins og [[orómifa]] og [[tígrinja]]. Um þriðjungur landsmanna er [[íslam|múslimar]], um 60% tilheyra [[eþíópíska rétttrúnaðarkirkjan|eþíópísku rétttrúnaðarkirkjunni]] og um 2.6% aðhyllast hefðbundin trúarbrögð.
 
Eþíópía á sér einna lengsta þekkta sögu allra Afríkulanda og er talin ein elsta þjóð í Afríku. Hún var eina ríkið sem hélt [[sjálfstæði]] sínu í [[kapphlaupið um Afríku|slagnum um Afríku]], allt þar til [[Ítalía|Ítalir]] réðust inn í landið [[1936]]. [[Bretland|Breskar]] og eþíópískar hersveitir sigruðu Ítali [[1941]] og Eþíópía fékk aftur sjálfstæði [[1944]].
 
==Heiti==
Gríska heitið Αἰθιοπία (frá Αἰθίοψ, ''Aithiops'', „Eþíópíumaður“) er samsett orð dregið af αἴθω (''aiþo'', „ég brenn“) og ὤψ (''óps'', „andlit“). Sem nafnorð merkir það „brennt andlit“ en sem lýsingarorð merkir það „rauðbrúnn“<ref>{{vefheimild|url=http://www.perseus.tufts.edu/hopper/text?doc=Perseus%3Atext%3A1999.04.0057%3Aentry%3D%232329&redirect=true |contribution=Aithiops|first1=Henry George|last1=Liddell|first2=Robert|last2=Scott|titill=A Greek-English Lexicon|útgefandi=Perseus|dagurskoðað=16. mars|árskoðað=2009}}</ref>. Sagnaritarinn [[Heródótos]] notaði heitið yfir þá hluta [[Afríka sunnan Sahara|Afríku sunnan Sahara]] sem þá voru hluti „hins byggða heims“ ([[oikomene]]). Gríska heitið gæti samt líka verið alþýðuskýring á egypska orðinu ''aiþiu-abu'' sem merkir „hjartaræningi”.<ref>Partridge, Eric. ''Origins: A Short Etymological Dictionary of the English Language'', 4. útg. 1966, s. 188.</ref> Gríska heitið var tekið upp í amharísku sem ኢትዮጵያ, ''ʾĪtyōṗṗyā''.
 
Í grískum og rómverskum áletrunum kemur heitið fyrir sem [[örnefni]] yfir hina fornu [[Núbía|Núbíu]] og frá því um 850 er Eþíópía notað í mörgum [[Biblían|Biblíuþýðingum]] sem tilvísun til Núbíu. Fornir [[hebreska|hebreskir]] textar setja aftur á móti samasemmerki milli Núbíu og [[Kús]]. Í [[Nýja testamentið|Nýja testamentinu]] kemur gríska heitið ''Aiþiops'' fyrir hirðmann [[Kandake]], drottningar af Kús (eða Eþíópíu).
 
Í áletrun á [[Monumentum Adulitanum]], minnismerki frá hafnarborginni [[Adulis]] í Erítreu frá 3. öld, segir að konungur [[Aksúm]] ríki yfir landi sem í vestri liggi að Eþíópíu og Sasu. [[Ezana]], konungur Aksúm, lagði síðar Núbíu undir sig og íbúar Aksúm tóku eftir það upp þjóðarheitið Eþíópar. Í grískum titlum Ezana er hann kallaður konungur Eþíópa, sem í [[ge'ez]]-útgáfu verður að ''Ḥbštm'' and ''Ḥbśt'' (''Ḥabasjat'') og vísar til íbúa hálendisins. Þetta þjóðarheiti varð síðar '''ḥbs'' ('''Aḥbāsh'') í [[sabaíska|sabaísku]] og ''Ḥabasha'' í [[arabíska|arabísku]]. Af því er dregið vestræna heitið ''Abissinía''.
 
Í ''[[Aksúmbókin]]ni'' frá 15. öld er þjóðarheitið skýrt með vísun til goðsögulegrar hetju, Ityopp'is, sem átti að hafa verið sonur [[Kús (Biblíupersóna)|Kús]], sonar [[Ham (Biblíupersóna)|Hams]], sonar [[Nói (Biblíupersóna)|Nóa]], og var sagður stofnandi borgarinnar [[Axúm]].
 
{{Stubbur|afríka}}