„Aftaka“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Stabilo (spjall | framlög)
Stabilo (spjall | framlög)
Lína 513:
* [[Jóhannes skírari]] var tekinn af lífi þann [[29. ágúst]] og er sá dagur síðan kenndur við aftöku hans og nefnist því [[höfuðdagur]].
* Upphaf [[Skáldsaga|skáldsögunnar]] [[Hundrað ára einsemd]], eftir [[Gabriel Garcia Marquez]] hefst á aftöku: ''Á meðan Aurelíano Búendía liðþjálfi stóð andspænis aftökusveitinni átti hann eftir að minnast löngu liðna kvöldsins, þegar faðir hans leiddi hann sér við hönd og sýndi honum ísinn''.
* Nokkur íslensk skáldverk hafa verið rituð um aftökur, atburði í aðdraganda þeirra og eftirmál. ''[[Öxin og jörðin]]'' eftir [[Ólafur Gunnarsson|Ólaf Gunnarsson]] er þar á meðal, og vísar titillinn í orð séra Jóns Bjarnarsonar þegar framverðir siðskiptanna ákveða að ráða Jón Arason biskup og syni hans af dögum. Þeir höfðu þá þegar verið handteknir og þótti vandi að ráða hvernig best væri að geyma þá. „Eg em heimskastur af yður öllum, og sé eg þó ráð til, hvernig hægast sé að geyma þessa menn,“ sagði þá Jón Bjarnarson. Þetta var í Skálholti. Aðrir viðstaddir sögðust það vilja heyra, og svaraði Jón því til að „öxin og jörðin geymdi þá bezt“<ref>Úr Biskupaannálum Jóns Egilssonar, handriti frá árinu 1692. Hér haft eftir úr ''Biskupasögum Jóns prófasts Haldórssonar í Hítardal'', 1903, bls. 100: https://baekur.is/bok/000207447/1/134/Biskupasogur_Jons_profasts_Bindi_1_Bls_134/ (sótt 18.2.2020).</ref>
* Um sama atburð orti [[Megas]] kvæðið „Um grimman dauða Jóns Arasonar“ sem hann söng á fyrstu plötu sinni. Þriðja erindi söngsins er svohljóðandi: