„Georgía“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 46:
 
== Orðsifjar ==
[[Grikkland hið forna|Forn-Grikkir]] og [[Rómaveldi|Rómverjar]] kölluðu Austur-Georgíumenn [[Kákasus-Íbería|Íbera]] og Vestur-Georgíumenn [[Kolkis|Kolka]]. Georgíumenn kalla sjálfa sig Kartvelebi (ქართველები), land sitt Sakartvelo (საქართველო) og tungumál sitt Kartuli (ქართული). Samkvæmt [[biblían|biblíunni]] er forfaðir hinnar kartvelsku þjóðar [[Kartlos]], barnabarnabarn [[Jafet]]s sonar [[Nói|Nóa]]. Öll lönd heims nema [[Armenía]] þekkja landið sem Georgíu. Minnst er á Georgíu og Georgíumenn í fjölmörgum ritum frá [[miðaldir|miðöldum]]. Margir gera ranglega ráð fyrir því að nafn landsins sé komið frá [[St.Heilagur GeorgeGeorg|heilögum Georg]], verndara landsins. Einnig hefur verið talið að nafnið væri dregið af fornpersneska orðinu ''gurj'' eða ''gorg'', sem merkir glæsilegt (sbr. [[enska]] orðið gorgeous) á [[frumindóevrópsk mál|frumindóevrópskum málum]]. Þá hafa sumir haldið að Grikkir hafi nefnt landið Georgíu vegna mikilla landkosta þess, því að georgía (γεωργία) merkir búskapur á [[gríska|grísku]]. En hvað sem þessu öllu líður er uppruni nafnsins ennþá óljós og umdeildur.
 
== Saga ==